28 október 2007

Bjartsýn..

..að halda að ég kæmist yfir fyrrnefnda upptalningu í fríinu! Sú hugmynd að ætla að skrapa alla málningu af flísunum á baðherberginu og mála svo aftur er bara eins sú versta sem ég hef fengið lengi!! Þvílík og önnur eins vitleysa!! Er náttúrulega orðin brjáluð í skapinu útaf þessu... Grrrrrrrr! Vona að ég geti byrjað að mála um næstu helgi.

EN það er náttúrulega bara frábært að vera komin með sófa og nýtt sjónvarp inní stofu ;) og Krummi bró kom með ársbirgðir af kúlusúkki þannig að ég er fljót að gleyma brjálæðiskastinu mínu þegar ég kafa ofan í kúlusúkkið og ég teygi úr mér í sófanum og bíð eftir að fjandans málningin hverfi að sjálfu sér!! ;)

Nýr fjórðungur byrjar í skólanum á morgun.. it's back to reality!

ta ta,
sd

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bera á bíða skafa, bera á bíða skafa, bera á ............

Já, það sagði enginn það þetta yrði skemmtilegt. Ekki fyrr en eftir á og þá verður maður alveg búinn að gleyma þessu. En þú sagðir ekki heldur að´þú ætlaðir að mála þær aftur þá hefði ég sagt þér að matta þetta aðeins með pappír, grunna og mála síðan. Skýr skilaboð Sigga Dóra skýr skilaboð ;)

knús frá Krók
Guðný

Nafnlaus sagði...

Iss Guðný, það þýðir sko ekkert að setja einhvern pappír á pínulítið gluggalaust baðherbergi danish-style. Það verður alltaf svo blautt þarna inni að hann myndi bara flagna af um leið.
Ég skelli bara á þetta málningu til að byrja með og ef hún byrjar að flagna aftur þá verður sko öllu skóflað út og settar nýja flísar! og hananú!! ;)

By the way - það fæst sko ekki svona málningaleysir hér, er víst svo mikið eitur þannig að ég hef þurft að smyrja veggina með brúnsápu og klæða þá svo með matarfilmu og láta bíða og skafa svo.. o.s.frv. Er ein af þeim sem hef ENGA þolinmæði gagnvart svo filmu sem klístrast alltaf öll saman - hvað þá þegar maður er orðinn löðrandi í brúnsápu!!
Ég held að ég hafi slegið út tékknesku klaufabárðana þónokkrum sinnum þessa síðastliðnu daga! ;)
Ég segi bara guði sé lof fyrir Krumma bró og kúlusúkkið! ;)
he he..

Nafnlaus sagði...

þú misstir af því þegar ég skellti upp úr. he he

það sem ég átti við með að matta með pappír var að pússa létt yfir flísarnar með fínum sandpappír og grunna síðan með málingargrunni og mála síðan yfir með sérstakri baðherbergirmálingu sem þolis raka betur en venjuleg máling.

he he hringdu bara næst

Nafnlaus sagði...

Ha ha.. ég skil thig.. ég er bara búin ad heyra svo mikid alls konar mismunandi adferdum ad ég gleypi vid øllu thessa dagana. ;)
En ég er einmitt ad fjarlægja gømlu málninguna svo ég geti pússad flísarnar ádur en ég mála aftur.. svo ad málningin haldist nú eitthvad í thetta skiptid... var farin ad flagna mikid af.

en Gudný mín 'ad matta med pappír' .. hvar heyrdiru thetta eiginlega? Í innlit útlit eda hvad? Er nema von ad madur misskilji thig adeins?? ;)

Nafnlaus sagði...

Nei Sigga Dóra ég var framkvæmdastjóri í verktakafyrirtæki og þar lærði ég fullt af orðum og það erfiði leiðina því einu sinni átti ég að panta rásaðan krossvið en heyrði eitthvað vitlaust og pantaði rósóttann við mikinn fögnuð samstarfsmanna minna :)