02 október 2007

Verum dugleg að gefa blóð!

Alltof oft gleymir maður því hvað það er mikilvægt að gefa blóð reglulega. Ég bloggaði um Jón Gunnar um daginn sem lenti í alvarlegu bílslysi í síðustu viku.. fyrstu dagana eftir slysið þurfti að gefa honum 40 lítra af blóði! Takk fyrir.. það þarf hvorki meira né minna en 160 blóðgjafa til að safna þessu magni af blóði. Líðan Jóns er stöðug eins og er en honum er ennþá haldið sofandi í öndunarvél og er enn í lífshættu. Haltu baráttunni áfram Jón Gunnar, ég veit þú getur þetta!

Á meðan hvet ég alla sem hafa tök á að gefa blóð eins reglulega og hægt er!

sd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elskan mín. Hugur okkar er greinilega hjá Jóni Gunnari þessa dagana, höldum áfram að senda honum góðar hugsanir.

Farðu vel með þig Sigga Dóra mín, sakna þín!
Þín Vigdís.