06 október 2007

Sólríkur laugardagur

Það er sko ekki hægt að kvarta yfir haustveðrinu þessa dagana.. blankandi sól og 15 stiga hiti. Ekki slæmt... verra þykir mér að ég byrji bloggið mitt á að tala um veðrið - greinilega ekki mikið spennandi að gerast hjá mér þessa dagana.

En ég horfi voða mikið út um gluggann og dáist af sólinni því ég á í raun og veru að vera að lesa skólabækurnar ;) Næsta föstudag hefjast prófin.. eða hluti af þeim. 72 tíma hópvinnu heimapróf. Þarf semsagt að eyða þremur sólahringum með einum hópnum mínum að skrifa ritgerð.. vá hvað við verðum komin með nóg af hvert öðru eftir það! Svo tökum við munnlegt próf hvert fyrir sig sem byggist á ritgerðinni að mestu. Þetta er nú ágætis tilbreyting frá 4ra tíma skriflega prófinu. Hitt prófið er síðan einstaklings 48 tíma heimapróf.

Þessi próf klárast semsagt 22.október. Þá á sko að taka smá skurk hér innanhúss. Mála baðherbergið - veit einhver hvernig á að hreinsa gamla málningu af flísum?? Svo kíkjum við vonandi í IKEA að kaupa nokkra praktíska hluti.. sófinn flotti á að koma um þetta leyti líka.. þannig að vonandi verður komin einhver mynd á heimilið áður næsti fjórðungur hefst í skólanum ;)

Annars gæti orðið stuð í Köben í kvöld. Ungdómshúss fólk hyggst koma sér inn í nýtt hús í dag.. skil nú ekkert í þeim að segja öllum fyrirfram hvaða hús þau ætla sér inní! Nú er auðvitað löggan búin að umkringja húsið og er í viðbragðsstöðu ef til átaka kemur. Ég er hætt að botna í þessu og er bara fegin að búa í hæfilegri fjarlægð frá þessu öllu saman. Ég frétti t.d. ekki af síðustu uppþotum (í byrjun sept) fyrr en daginn eftir...

Að lokum vil ég benda ykkur á nýja flotta heimasíðu The Coffee Collective. Kaffibrennsla Klaus og félaga er að komast í fullt gang, kíkið endilega á hana hér . Á forsíðunni er svo linkur á bloggið þeirra ef þið viljið fylgjast mér hvað þeir eru að bralla.

Góða helgi!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, ég hef tekið málingu af flísum, gerði það i íbúðinni minni á Grenivöllunum með góðum árangri eftir geðveika vinnu.
Þú getur keypt málingarleysi í næstu málingarbúð, berð hann á og skefur af, berð hann á og skefur af, berð hann á og skefur af, berð hann á og skefur af, og svo framvegis.....
En árangurinn verður skemmtilegur. Veistu hvað er undir málingunni??? það er hvernig flísar mínar voru með munstri og ekki sléttar þannig að það var meira bras.
Hér var málaðar stofurnar í dag, gaman að því
en orðið of langt,
kossar og knús
GUðný

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góð ráð Guðný! Þú ert náttúrulega búin að prófa þetta allt saman í svona re-decorating málum er það ekki? ;) Hlakka til að sjá höllina á Króknum við gott tækifæri.
Ég ræðst í þetta eftir prófin..flísarnar eru auðvitað með upphleyptu munstri þannig að þetta verður eitthvað bras ;)
knús til ykkar allra,

sd

Nafnlaus sagði...

Gangi þér rooooosalega vel í prófunum elskan mín og ég hlakka til að sjá myndir/koma í heimsókn og sjá nýju íbúðina :) hilsen til Klaus

Nafnlaus sagði...

ps. takk fyrir allar kveðjurnar og ég vildi líka óska að þú gætir knúsað litlu baunaprinsessuna mína og ég þig :)

Nafnlaus sagði...

Nú þarf ég að klaga, djöfull hlýt ég að vera leiðinleg. Sveina og Sunna eru hér á kennaraþingi, já kennaraþingi, og komu í heimsókn fyrir matinn. Sitja og ég næ engu sambandi við þær því þær mega ekki missa af Bold.

Guð minn góður

Sigga Dóra horfir þú á Bold????

Nafnlaus sagði...

ha ha.. nei ég horfi sko ekki á Bold! Þær hafa þetta náttúrulega frá ömmu.. hún situr dáleidd yfir Leiðarljósi alla daga er það ekki? ;)

knús til ykkar allra!

sd

Nafnlaus sagði...

jú jú það passar, síðan keyrði ég þær bara á kennarafyllerí og bíð stillt eftir að sækja þær aftur. Þá verður sko tekið á því í heita pottinum. Sunna sat undir námskeiði um þágufallssýki í dag, var að deyja úr leiðindum, á meðan Sveina fór með listaspírunum í Kokteilboð.
En knús yfir hafið og alla leið til þín

Guðný