19 október 2007

Sybbin

jæja.. þá er öðrum hluta lokið. Skilaði heimaprófinu kl. 10 í morgun eftir að hafa setið yfir þessu í alla nótt - þetta var drullu erfitt, vona bara það besta. Hef það á tilfinningunni að gæðin á skrifunum hafi ekki þau bestu svona á síðasta sprettinum.. ehhmm..

ég kom heim og lagði mig í þrjá tíma.. núna er ég að reyna að byrja læra aftur fyrir mánudaginn - munnlegt próf sem byrjar með 5 mín kynningu á prófverkefninu okkar síðan síðustu helgi. Kann einhver á Power Point?? ekki ég!! Hef alltaf leyft öðrum að sjá um það í hópkynningum.. nú sit ég uppi með þetta sjálf..svo skipulögð alltaf ;)

geisp geisp..

sd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo dugleg elskan mín! Farðu vel með þig og hafðu trú á sjálfri þér! :o) Elska þig, þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

hæ dúllan

Power point er eitthvað sem skýrir sig alveg sjálft, ég var með þannig fyirlestur á ráðstefnu í vor og gat þetta sjálf. Þú rúllar þessu upp, og sefur síðan allan þriðjudaginn.

Góðar kveðjur frá króknum
Guðný