01 október 2007

Til hamingju með afmælið Höddi!


Jamms, maðurinn bara orðinn 32 ára! Úff það þýðir að styttist verulega í 31. afmælisdaginn minn... litlu börn foreldra okkar farin að verða fullgömul fyrir minn smekk!! ;)
En Höddi minn, þetta var nýjasta myndin sem ég fann af okkur saman (skömm að segja frá því).. tekin í sept 2005! En mér finnst hún samt vel við hæfi enda er hann mikill fallgöngugarpur. Þarna erum við að ganga Esjuna og ég held að eina ástæðan fyrir því að ég hafi stungið upp á þessari göngu hafi verið til þess að ganga í augun á honum Klaus mínum. Hann var í heimsókn hjá mér og ég greinilega að sýna honum hvað ég er mikil útiveru-og heilsubótarmanneskja.... ehemmm.. ;) Enginn þörf fyrir svoleiðis blekkingarleiki lengur.. he he.. ;)

En þessi bloggfærsla átti nú að vera um Hödda en ég get náttúrulega annað en blaðrað bara um sjálfa mig...
Innilegar hamingjuóskir með daginn Höddi minn. Vonandi hefur þú gert þér einhvern dagamun.. við erum nú slakir afmælisveisluhaldarar í þessari fjölskyldu.

Afmælisknús frá litlu systur..

sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er fyndið að sjá þig skrifa það sem ég segi ennþá en það er litlu krakkarnir en það eru að sjálfsögðu þú og Höddi.
Aldurinn á ykkur er samt ekkert miðað við aldurinn á þeim stóru Krumma og Elínu en það eru tölur sem ég set ekki á blað.
Sem betur fer finnst stundum að ég sé að verða fimmtug en ekki xx en það er ekki á afmælisdögunum ykkar. Þá er ég ansi mikið rúmlega miðaldra.
Bestu kveðjur tl þín og Klaus, ég á eftir að hringjaí afmælisbarnið, mamma.

Nafnlaus sagði...

Knús héðan og til hamingju með stóra bró í gær. Ég mundi nú eftir að senda hinum sms í gærmorgun sem er meira en ég mundi á afmælinu hennar Sveinu, úpps

En kossar og endalaus knús frá Krók
Guðný

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Höddi minn!
kv. Vigdís. :o)