29 september 2007

Baráttukveðjur

Ég er mjög dugleg að skoða íslenskar fréttir á mbl.is og ég les alltaf nánar fréttir af slysum og þess háttar. Þegar ég las fréttina í fyrradag um alvarlegt bílslys á Hellisheiði eystri þá hvarflaði það nú aldrei að mér að ég þekkti nokkuð til þar. Í dag frétti ég hinsvegar að Jón Gunnar, gamall skólafélagi okkar Hödda bróður, er sá sem liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landsspítalans eftir þetta slys.

Jón Gunnar minn ég sendi þér og fjölskyldu þinni mín sterkustu strauma og baráttukveðjur. Ég vil ekki trúa öðru en að þú náir þér aftur á strik og ég veit að þú færð mikinn styrk frá góðri fjölskyldu og miklum vinahópi.

Hugsanir mínar eru hjá þér og fjölskyldu þinni.

Engin ummæli: