23 september 2007

Lestrarhelgi..

Get ekki sagt annað en að ég sé stolt af sjálfri mér. Núna um helgina (frá fim-lau) var Nordic Barista Cup haldið í Gautaborg. Og ég var heima að læra!!! Þetta er í fyrsta skipti sem ég missi af þessu móti en það hefur verið haldið árlega frá 2003. En það er svona.. einhvern tímann verð ég að setja blessaðan skólann í forgang. Klaus er búin að vera í Gautaborg síðan á miðvikudaginn.. hann var einn af dómurum keppninnar.. og það er víst búið að vera geðveikt gaman.. Andvarp!! Svíþjóð vann og í verðlaun er ferð til Nicaragua í janúar.. ekki slæmt!

Ég er semsagt búin að vera að rembast við heimspekilegar hugleiðingar um aðferðafræði við viðskiptarannsóknir.. ekki beint mín sterkasta hlið.. sérstaklega þegar ég er ca. 500 blaðsíður á eftir með lesturinn eftir Mexíkó ferðine he he.. stundum skil ég ekki alveg hvað maður er að pæla!!

En til að gleðja mitt litla hjarta og sætta mig við þessi 'erfiðu' hlutskipti að missa af NBC 2007 þá keypti ég mér regnkápu á föstudaginn!! :) Búin að leita að góðri regnkápu í eitt og hálft ár! Skil hreinlega ekki hvað er lítið úrval af þeim hérna miðað við hvað rignir fáranlega mikið hérna á veturna.. og jú, á sumrin greinilega líka! Það er reyndar ein búð búin að vera mjög vinsæl en það þýðir að önnur hver manneskja hérna er í sömu skræpóttu regnkápunni sem kostar morðfjár takk fyrir!! Mín var á viðráðanlega verði fyrir fátæka námsmanninn gargar ekki á neinn þó að það séu smá litir í henni. En svo er bara búið að vera glampandi sól og blíða alla helgina!! Ég vil sko fá rigningu til að prófa nýju kápuna mína!! ;) ég þarf nú sjálfsagt ekki að bíða lengi.

túttírú..

sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara rétt að segja hæ:)
Þú ert ógeðslega dugleg!:) Af hverju segir maður samt ógeðslega?!Þú ert rosalega dugleg!:) Hljómar betur!
Knús og kossar,
Gígja.

Nafnlaus sagði...

Hér er búið að rigna á hverjum degi í mánuð. Þú getur bara komið í heimsókn og prófað regnkápuna hér á Krók.

haltu áfram að vera rosalega dugleg að læra

kossar og knús
Guðný

Nafnlaus sagði...

Dulleg deppa!!!
Knús og klem,
þín Vigdís. :o)