07 febrúar 2007

Farin til Frankfurt..

Verð að dæma á þýska kaffibarþjónamótinu um helgina, fer á morgun og kem tilbaka á sunnudaginn. Þetta verður svaka törn, meira en 30 keppendur og 12 dómarar sem skiptast á svo við förum ekki yfirum á koffein inntöku ;)

En ég var auðvitað búin að lofa ferðasögu... ehemm.. hún er í vinnslu!! Jamms, endalausar afsakanir... en hér er smá forsmekkur:
Piña Colada á laugarbakkanum í 28 stiga hita ;)

Hossuðumst svo í rútu alla leið upp að eldfjallinu Poas.. Svo var bara geggjuð þoka og skítakuldi við gíginn og við sáum ekki neitt!! Samt var það Kodak moment!!

Og svona var útsýnið frá pallinum þar sem við gistum á La Minita kaffibúgarðinum.. ekki slæmt!!


Framhald síðar....

kiss kiss,
sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff.. ég er nú strax farin að sjá eftir því að hafa sett mynd af mér hálf berrassaðri á sjálfan veraldarvefinn!! ...en æi so what!!?

Nafnlaus sagði...

ohoo virkar æðislegt :) góða skemmtun í Frankfurt

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú bara sæt svona berrössuð:) Þetta er nú meira lífið sem þú lifir, þú ert aldrei kyrr, það er gjeggjuð vinna að fylgjast með þér en rosalega gaman. Ekkert svart og sykurlaust líf neitt!
Já þú þarft að kíkja við í mos og sjá litlu gleðisprengjurnar mínar, þau eru lítil gerpi frá upphafi til enda, eins og forildin. Bið að heilsa Klausinum, væri gaman að sjá hann live. knús og koss hvala og rest