14 febrúar 2007

Afmælisbörn..

Nú verð ég sko aðeins að afsaka mig.. var rétt í þessu að muna eftir afmæli Krumma bróður.. sem var 10.febrúar!!! Og Guðný amma mín á Öngulsstöðum átti afmæli í fyrradag 12.febrúar. Ég mundi sko eftir þeim báðum daginn FYRIR afmælið en það er víst ekki nóg... Þannig að til þess að koma í veg fyrir að Unnur bróðurdóttir mín gleymist á morgun þá ætla ég að óska henni -og pabba hennar og langömmu- innilega til hamingju með daginn!! Hún er barasta orðin 17 ára!! úff hvað tíminn líður hratt.. ég man svo vel eftir því þegar ég var að labba heim eftir langan fimmtudag í Hrafnagilsskóla og var mikið að hugsa hvort það biðu mín fréttir heima.. Það var sko enginn gsm til að tékka bara á stöðunni!! Svo fæddist hún seinna um kvöldið. Þetta var nú næstum því eins og að eignast systkini því Krummi, Anna og Unnur bjuggu hjá okkur fyrsta árið hennar Unnar. Nú er hún orðin algjör pæja og byrjuð í Menntaskólanum á Akureyri.. og það verður mikið áfall fyrir mig að sjá hana sennilega keyra bíl næst þegar ég sé hana!! ;)

jamms.. maður verður nú ekkert yngri með árunum!

sd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegan Valentínus elskan :)

Nafnlaus sagði...

Ég mundi nú eftir afmælinu þínu ;)
þú gleymdir okkur frænkum þínum báðum sama daginn :)
Nú gef ég þér ekki fleiri vísbendingar

Nafnlaus sagði...

Hei Gudný.. ég mundi eftir Gudný Ósk og nádi meira ad segja ad knúsa hana daginn fyrir afmælid thví ég var ennthá fyrir nordan... Og ég mundi sko alveg eftir thér, ég gleymdi bara ad senda thér kvedju!! Madur getur ekki munad svona margt í einu... ehhh, léleg afsøkun ;)

Knús á krókinn,
sd

Nafnlaus sagði...

Já , takk fyrir kveðjuna, pabbi biður að heilsa.
Ég verð nú trúlega ekki að keyra bíl þar sem ég er ekkert búin að vera að læra á bílinn. En þá klessi ég að minnsta kosti ekki á á meðan!

Takk Takk, knús og kossar,
Unnur Hrafnsdóttir.

Já, þið eruð öll að verða elliær þið gamla fólkið...