17 febrúar 2007

Júróvisíon..

Ég hef nú ekki haft þolinæði til að hlusta á öll lögin sem komust í úrslit en hef ákveðið að halda með Eiríki Hauks (þó mér finnist vanta allan hápunkt í lagið).. Heiða gæti hugsanlega fengið betri kosningu samt, það eru jú nokkrar kynslóðir sem muna ekkert eftir Gaggó Vest, Icy og velgengni Eika í Landslagskeppnunum með Helgu Möller! ;)
Verð reyndar í matarboði með stelpum úr skólanum í kvöld þannig að ég næ ekkert að fylgjast með.. sms verða vel þegin ;)

kiss kiss,
sd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Loksins kom að því að sá sem ég held með vinnur, ekki einhver vælukjói eða sæt stelpa með smárödd. Eiríkur Hauks tók þetta , mamma.