19 febrúar 2007

Eistland og Ísland

jamms, það eru fleiri ferðalög framundan. Um miðjan mars fer ég til Tallin í Eistlandi að dæma :) Þetta verður reyndar óþarflega nálægt fjórðungalokum í skólanum en ég bara gat ekki sagt nei! Verð bara að skipuleggja mig soldið næstu vikurnar. Sonja Grant verður yfirdómari í Tallin þannig að það verður smá Kaffitárs-reunion líka ;)

Svo komum við bæði til að dæma á Íslandsmótinu um miðjan apríl! JEII! hvað ég hlakka til!! Verður samt bara stutt stopp (til að takmarka skróp í skólanum), komum 11.apríl og verðum til 15.. Það var mjög freistandi að bæta 2-3 dögum við dvölina en það gekk nú ekki betur í fyrra en að ég lá í flensu þá daga sem ég ætlaði að vera að heimsækja alla.. þannig að svona verður þetta bara.

Annars er allt við það sama hér... íbúðaleit gengur hægt. Held að við bíðum með að kaupa. Hef það bara ekki í mér að kaupa 50 fm íbúð fyrir 20 millur!! Vil þá frekar bíða aðeins þangað til maður getur keypt fyrir aðeins meira og fá þá miklu fleiri fermetra. Þannig að ef þið þekkið einhvern sem þekkir einhvern osfrv. hér í Köben sem veit af góðri íbúð til leigu... á sanngjörnu verði.. þokkalega miðsvæðis.. Let me know!!

Svo fann ég nú aðeins fyrir því í kvöld að meirihlutinn af dótinu okkar er í leigðri geymslu útí bæ.. Ætlaði nefnilega að elda þessa frábæru litríku og hollu súpu sem ég gerði um daginn.. uppúr uppskriftabókinni hennar Jasmine. Var með hráefnalistann fyrir hana í minnisbókinni síðan síðast en fattaði svo þegar ég kom heim að bókin er í geymslunni. Ég þóttist nú samt muna hvernig átti að gera.. ehhhm.. Úr varð ferlega þunn og fölleit en brjálæðislega sterk súpa.. ekkert í líkingu við þá sem ég eldaði áður!! Og nefrennslið varð svo rosalegt að ég held ég sé búin að snýta úr mér heilanum!! Meiningin var að Klaus hitaði hana upp þegar hann kemur heim seinna í kvöld.... sjáum til.. svona er maður misheppnaður í eldhúsinu!!

knús til allra,
sd

Engin ummæli: