Áfram Helle!
Það eru kosningar hér í Danmörku í dag. Mér er sagt (af mínum nánustu) að halda með Helle og hennar gengi. Það lítur nú samt ekki of vel út fyrir okkar fólk.. er mér sagt. En við vonum það besta. Klaus fór í rauðum bol í vinnunna í dag í tilefni dagsins og varð hálf hneykslaður þegar ég sagðist ekki eiga slíkan lit í mínum fataskáp.. og það hefur sko ekkert með pólitískar skoðanir mínar að gera - sem eru reyndar hallærislega litlar. Lang oftast kýs ég bara það sem mér er sagt að kjósa - eða bara gleymi því. Það er nú skömm að segja frá þessu.. og ég ætti sennilega að sleppa því.
sei sei..
13 nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kvitt kvitt.
Sakna þín!
kv. Vigdís.
Skrifa ummæli