16 nóvember 2007

Pabbi minn á afmæli í dag!


Til hamingju með daginn elsku pabbi! Maður á besta aldri ;) Vonandi gerið þið nú eitthvað í tilefni dagsins, annað hvort í kvöld eða um helgina. Ég væri nú alveg til í að mæta í smá fjölskyldu dinner um helgina en það verður að bíða í nokkrar vikur.

Talandi um jólin, þá kem ég til landsins á aðfararnótt þorláksmessu (takk Icelandair fyrir frábæra tímasetningar á flugi - eða þannig!)og svo brunum við Höddi og Árný norður strax næsta morgun. Pant hvít jól á Akureyri!! Ein bjartsýn ;)
Svo reyni ég örugglega að koma mér suður þann 28.des, hugsanlega með viðkomu í Borgarnes City, og á flug aftur til Köben 30.des. Jamms, það verður haldið uppá áramót hér í Kaupmannahöfn - spennó..

Góða helgi darlings..

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín.
Verst að þú ert ekki hérna núna. Hér er fyrsti norðanhvellurinn, allt hvítt, skafrenningur, slæmt skyggni og það þarf að skafa rúður á bílnum sem hefur alltaf pirrað mig sérstaklega þegar ég er á síðustu stundu á morgnana.
það var smá Hrafnagils-skólafílingur hér gærkvöldi, Birgir, Lambi, Þórdís og Anna Lilja bjór,snafsar, ostar og svo keypti ég piparkökur. Þú sérð á þessari upptalningu að ekkert heimabakkelsi er nefnt.
Allir á besta aldri í teitinu, 52-62 ára.
Nekó var smá fýld þar sem gestirnir tóku plássið hennar í sófanum og við pabbi þinn töluðum við aðra en hana.
Ég verð líklega að viðurkenna að hún er sennilega svolítið dekruð.
Já enn einn Þorláksmessudagurinn að koma þegar "þau litlu" koma heim í jólafrí. Skrýtið hvað tíminn æðir áfram, kveðjur til Klaus, mamma.

Nafnlaus sagði...

hæ sæta, vona að við sjáumst 28. des. Held að það sé ekkert planað nema að taka á móti þér. knús í bala