07 nóvember 2007

Mætt í netheima aftur..

jamms.. erum komin með alvöru net tengingu núna. Það er víst ekki hægt að sníkja netið af nágrannanum alltaf hreint - sérstaklega eftir að hann flutti út og reif allt úr sambandi! he he..

Það er nú mest lítið að frétta síðan síðast - búin að liggja með kvefpest, er nú komin uppúr rúminu en er hálf tuskuleg eitthvað og með mikinn þrýsting í ennis og kinnholum eða hvað sem þetta nú heitir.

Er orðin hundleið á þessu baðherbergi og er ekki lengur með nein markmið í gangi um hvenær á að klára þetta.. það er hvort eð er alltaf lokað þangað inn! ;)

Er síðan í einhverju pirrings kast yfir morgundeginum.. Finnst 31 ferlega niðurdrepandi tala - og miklu miklu verri en 30! Þá er nú gott að eiga ungan og fjörugan kærasta sem ætlar að bjóða gömlu sinni út að borða annað kvöld.. he he ;)

Hmmm.. þetta er nú kannski ekki mitt jákvæðasta blogg.

En ég er nú nýklippt og lituð og bara nokkuð ánægð með það - fór á nýja stofu, helmingi ódýrari en ég er vön að fara. Var soldið stressuð fyrst en svo var bara hárgreiðsludaman íslensk sem auðveldaði öll samskipti. Þær eru víst þrjár íslenskar sem vinna þarna. Ég hafði ekki hugmynd um það. Rambaði bar inná þessa stofu sem er rétt hjá skólanum og bað ekki um neinn sérstakan. Týpískt.

Eru ekki annars allir hressir??

Knús á línuna!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja Sigga Dóra mín nú er klukkan miðnætti hér s.s. kominn 8. nóv.
Til hamingju með afmælið, vona að pakkinn komist til þín fyrir helgi.
Viltu nú ekki drífa þig til læknis ´með þetta kvef þitt. Þú þarft að fá eitthvað við þessu.( mömmu-stælar, ég veit þú ert 31 árs en þú ert nú yngsta barnið).
Ekki eyða orku í að hafa áhyggjur af aldrinum það tímabil byrjar ekki fyrr en 45-50 þegar maður sér og finnur að eitthvað er að breytast s.s. hrukkur, grátt hár og maður er farin að lesa minningargreinar í Mogganum. Jæja best að fara að halla sér svo maður vakni sæmilega eðlilegur í fyrramálið.það er þema og furðufatadagur framundan í skólanum, ekki beint mitt uppáhald en ég ætti nú að vera farin að venjast svoleiðis stússi. Kveðjur til ykkar Klaus, mamma.

Nafnlaus sagði...

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Sigga Dóra, hún á afmæli í dag!!!!!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU BESTA VINKONA MÍN!

Ég tek undir með mömmu þinni, drífðu þig til læknis, svona bólgur í ennis og kinnholum fara ekki svo glatt án pensilíns.....hlýddu mömmu þinni stelpa! :o)

Góða skemmtun í kvöld, láttu nú dekra dálítið við þig, þú átt það skilið!

Knús og kossar, þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Sigga Dóra mín:* Það er ennþá afmælisdagurinn þinn af því að ég er ekki farin að sofa og dagurinn því ekki búinn;) Var að koma heim af kvöldvakt.
Vona að dagurinn hafi verið frábær og ungi kærastinn hafi dekrað við þig;)
Knús og kossar,
Gígja.

Nafnlaus sagði...

Ég var búin að vanda mig við að muna þetta alla vikuna og síðan kemur dagurinn og ég man ekki neitt!!

Til hamingu með daginn í gær elsku snúllann mín 31 er flott tala hvað má ég þá segja ef þú ert orðin svona hrikalega gömul.

Risa stór degi of seint afmlælisknús til þín

Guðnðy

ps gærdagurinn er líka örugglega eini dagurinn á árinu sem ég hef ekki smellt á bloggið þitt á daglegum rúnti mínum.