21 nóvember 2007

Léttir

Ég þarf að hafa þessa færslu svolítið dulkóðaða svo að betri helmingurinn skilji ekki hvað ég er að skrifa um. Ég er nefnilega svo ánægð með að ég er búin að kaupa gjöfina handa honum fyrir hátíðina í næsta mánuði :) Vá hvað ég er fegin! Síðustu tvö ár hefur þetta verið þvílíkur hausverkur sem ég hef beðið með fram á síðustu stundu að afgreiða. Keypti flík sem ég veit að hann langar í. Hún er í felum heima hjá bróður hans því það eru engir felustaðir hér í holunni okkar.
Þetta er persónulegt met! Hef aldrei keypt jólagjöf svona snemma. Hef oft dáðst af Guðnýju frænku og Elínu systur sem stundum eru búnar með öll þessi innkaup í september!! (eða er ég að ýkja stelpur??)

Nú ætla ég að hætta að dást af þeim og dáist bara af sjálfri mér í staðinn!! he he..

ta ta..

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert svakalega ég á kalla eftir og mö og pa en er búin að kveðan hvað allir eiga að fá annað hefur verið klárt inni í skáp síðan í júli, ágúst sept og okt

knús til þín

Guðný

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð
Gaman að heyra frá þér. Ekki laust við að örlítil öfund læðist að manni, það var nú margt gott í Köben en eins og þú segir þá höfum við skipt um stað. Ég reyndar ekki alveg komin alla leið í höfuðborgina þó ég vinni þar nú svona stundum amk. Hafðu það nú gott í Danmörkinni og gangi þér sem allra best með það sem þú ert að gera
Kveðja af klakanum
GEH

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Mikið er gaman að heyra að þú ert ekki með á síðustu stundujólagjafaheilkennið sem hefur stundum verið að hrjá ónefnda í fjölskyldu þinni fram á Þorláksmessukvöld.
Í ár er ég ákveðin í að vera snemma á ferðinni með allt mögulegt, ætla t.d. mjög sennilega að fletja út slatta af laufbrauði um helgina og er búin að kaupa 10 jólakort.Kveðja, mamma.

Veinólína sagði...

Híhíhíhíhí, síðustu stundujólagjafaheilkennið, ekkert smá fyndið!!! :o) Ég er ekki frá því að ég sé með þetta líka...

Knús og kossar, þín Vigdís.