07 mars 2007

Mynd handa mömmu!

Elsku mamma mín á afmæli í dag og hef ég ákveðið að gleðja hana með mynd af hennar yngsta ;)
ta ta!!

Þú sérð að ég er nú nokkurn veginn sú sama þó að þú sjáir mig sjaldan :) En innilega til hamingju með daginn frá okkur báðum og við vonum að þú njótir hans vel!
Annars er lítið að frétta héðan. Ólætin í borginni eru öll að minnka og aðeins farið að hlýna. Get ekki neitað því að í manni sé að skapast smá vorfílingur. Hér var yndislegur sólardagur á sunnudaginn og síðan þá hefur loftið hreinlega lyktað öðruvísi og andrúmsloftið breyst.. þrátt fyrir að nú sé byrjað að rigna aftur þá er ég bjartsýn á framhaldið :)

Á laugardaginn buðum við familíunni á fyrstu hæðinni í brunch. Mie, Luna og Jonas (mágkona Klaus og börn) sátu hér með okkur tímunum saman og við smjöttuðum á alls konar góðgæti, t.d. hrein jógúrt með ristuðu músli og perum ( við síuðum hana yfir nótt þannig að hún var hnausþykk og góð), nýpressaður gulrótar, epla og sítrónusafi, hrærð egg, beikon, kokteilpylsur, steiktir tómatar og sveppir, ólífubrauð, amerískar pönnukökur með smöri og hlynsýrópi og svo voru að sjálfsöfðu ýmsir kaffidrykkir framreiddir (nýja espressóvélin er komin í hús!).

Þetta var ótrúlega kósí.. við sendum auðvitað myndina strax til Rasmusar (bróðir Klaus) sem er í Afganistan, til að pirra hann aðeins.. ;) Ég er ferlega svekkt að geta ekki bara búið hérna.. mér finnst það nefnilega mjög heimilislegt að hafa þau hérna í sama stigagangi..

En allavega, espressovélin langþráða sem Klaus fékk í verðlaun á heimsmeistaramótinu er loks komin í hús. Þetta er engin smá græja (myndi kosta ca. 300.000 iskr út úr búð).. aðeins stærri en mig minnti þannig að það er fullþröngt í eldhúsinu..en ferlega er kaffið gott úr henni!!


jæja elskurnar mínar..læt þetta gott heita í bili. Aldrei er maður jafn duglegur að blogga og þegar prófaundirbúningur er í gangi!!

kiss kiss,
sd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með afmælið Sigga mín! Vonandi sjáumst við nú bráðum, það líður svo langt á milli alltaf.... :o)

Gaman að sjá þessar myndir elsku Sigga Dóra mín, þú ert alltaf jafn sæt! Geðveik kaffivél, mig langar í bolla takk!

Hafðu það gott, knús og kossar.
Þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með mömmu þína :) og ójá vá hvað ég kannast við það þegar að ofurbloggarinn kemur upp í manni í kringum próf!! ómæ... hehe og ÓMÆGOD hvað þessi kaffivél er pró, ég er eila bara hrædd við hana ;) bið að heilsa Klaus og förum út að borða þegar að þið komið á klakann :)

Nafnlaus sagði...

Oooohhhhh hvað mamma þín fékk sæta mynd!:) :) :)
Ég fæ hjartsláttartruflanir af að horfa á vélina, samt er það örugglega alveg koffeinlaust að horfa!!!;)

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Takk fyrir kveðjuna og myndina. ég var áðan að skrifa í þetta kommenthólf og svo datt það allt út, ég hef sjálfsagt misst mig á einhvern takka á tölvunni. Ég vona að það komi ekki allt í einu fram hálfklárað. Kaffivélin virkað ansi stór og mikil þannig að þið verðið brsýnilega að leita að íbúð með stóru eldhúsi. Hér er vor og vetur til skiptist eins og oft í mars.
Ég er furðu spræk miðað við aldur það er helst mamma sem hefur orð á því að henni finnst hún alltaf verða svolítið gömul þegar ég afmæli.Bestu kveðjur til þín og Klaus og kærar þakkir Vigdís fyrir afmæliskveðjuna. Mamma.