25 mars 2007

Bömmer!

Það er próf hjá mér á morgun og á miðvikudaginn og ég er löggst í flensu!! :( Glötuð tímasetning!! Er gjörsamlega stútfull af hori, hægra augað á mér grætur stanslaust, hósta eins og vetleysingur og með hita.... Klaus má vera feginn að vera í Svíþjóð þessa dagana.
Ég ætla nú samt að reyna að drattast í prófið á morgun.. nenni sko ekki í sjúkrapróf í ágúst!! en ég hef nú lítið getað lært síðan seinnipartinn í gær þannig að prófið getur nú varla gengið mjög vel.. kannski verður það þá bara upptökupróf í ágúst! Pirr pirr pirr!!

en að öðru skemmtilegra..

Tveir litlir gríslingar eiga afmæli í dag og á morgun..

Katrín Björk frænka mín (Sveinudóttir) er held ég barasta 4 ára í dag og á morgun verður litli töffarinn systursonur minn Halldór Smári 5 ára.. og þau búa í sama húsinu þannig að það er eflaust líf og fjör á Öngulsstöðum 3 þessa dagana! ;)
Til hamingju með afmælið bæði tvö!!


sd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Batnaðarknús og kossar:* :* :*
Og til hamingju með frænku og frænda!:)

Sigga Dóra sagði...

Takk Gígja mín.. ég er nú öll að hressast. En ég gat ekki neitt á þessu prófi þannig að ég skilaði því inn auðu :( Ég vissi svosem innst inni að ég var ekkert búin að læra nóg áður en flensan skall á. Semsagt; upptökupróf í ágúst! :( grenj grenj...

Nafnlaus sagði...

Sæl veika, bara að segja þér að Katrín á föður sem heitir GUNNAR.

Reyndar hélt ég að menn skiluðu bara auðu í kosningum.

Hafðu sem best, kveðja úr sveitinni Gunnar Valur.

Sigga Dóra sagði...

HA HA :) Só sorrí Gunnar!! Ég held samt að flestar vinkonur mínar sem lesa þetta tengi betur ef ég kenni Katrínu við Sveinu en þig..nothing personal ;) en gaman samt að heyra frá þér..

En varðandi að skila auðu..þú veist að time is money!! til hvers að eyða fjórum tímum í eitthvað sem þú veist að þú getur ekki??? ;)

Bestu kveðjur... á allar hæðir í húsinu!

sd