10 ágúst 2007

Nýjar myndir, próflestur og stress..

Er búin að vera með nefið ofan í bókunum síðan ég kom heim frá Japan.. prófið er á mánudaginn og ég get ekki beðið eftir að vera búin að þessu!! Ferðin til Japan var algjört æði.. Heimsmeistaramótið gekk hrikalega vel.. ofsalega vel skipulagt hjá Japönunum. James Hoffman frá Bretlandi tók við titlinum af Klaus og átti það svo sannarlega skilið. Í fyrsta skipti frá upphafi keppninnar var enginn keppandi frá norðurlöndunum í úrslitunum.. en Lene danska og Imma íslenska voru nú ansi nálægt því.. enda stóðu þær sig alveg hrikalega vel!! :) Þetta leiddi nú samt til þess að ég fékk að dæma í úrslitunum og mér fannst það sko ekkert leiðinlegt ;)

Eftir mótið héldum við svo nokkur námskeið bæði í Tokyo og Kobe.. og svo fengum við einn dag til að túristast í Kyoto sem var sko algjört æði þrátt fyrir 35 stiga hita og bullandi raka. Það var þvílíkt hugsað vel um okkur. Það var t.d. mikið lagt upp úr því að veitingastaðirnir sem við fórum á væru sko eins hefðbundnir og hægt væri. Við smökkuðum alls kyns mat sem við vitum enn ekki hvað var.. en flest smakkaðist vel ;) Var bara orðin helvíti flink með prjónana í lokin en samt orðin pínu þreytt á hrísgrjónum í öll mál. Svo lærðum við líka að borða sushi á réttan hátt.. ég fékk sko aldrei nóg af því!!

Klaus er kominn með Flickr síðu þar sem hann er búin að hlaða inn öllum myndunum.. og meira segja frá S-Afríku líka.. kíkið endilega hér!
Það var mikil upplifun að prófa Kimono-inn og þetta er eitthvað sem allir ættu að prófa ef þeir komast til Japan! ;)
Þegar þið skoðið myndirnar passiði þá bara að deyja ekki úr leiðindum yfir öllum kaffimyndunum!! he he..

En nú fer að styttast í að ég komi heim.. hlakka til að komast heim í smá afslappelsi. Er búin að vera ein taugahrúga síðustu daga. Gengi íslensku krónunnar er alveg að fara með fjárhaginn minn.. einmitt þegar ég þarf að fara að millifæra útborgunina fyrir íbúðinni. Þannig að plís veriði dugleg að bjóða mér í heima eldaðan mat og huggulegheit frekar en að standa í endalausum hittingum á rándýrum íslenskum kaffihúsum ;)

Hlakka mikið til að sjá ykkur!!

knús,
sd

Engin ummæli: