03 apríl 2007

Í Páskafríi..

Þetta er nú búið að vera hálfgert letilíf hérna eftir að prófunum lauk. Ég þurfti nú smástund líka til að komast uppúr bömmernum eftir prófin.. Ég var nefnilega að vonast til þess að ég kæmist í gegnum fyrra prófið þó svo að ég hafi legið í flensu tvo síðustu dagana fyrir prófið. Hélt að ég væri kannski samt búin að læra alveg nóg..Það var nú fullmikil bjartsýni!! Ég skilaði því bara inn auðu, nennti ekki að rembast við eitthvað þarna í fjóra tíma sem ég vissi að ég gæti ekki og fór því heim að læra fyrir næsta próf. Það var munnlegt.. ekki mitt uppáhalds. Var algjör taugahrúga þarna inni, stamaði og talaði á tvöföldum hraða til skiptis... en fékk fínustu einkunn, hjúkk it!! Ég fann nú samt ekki fyrir sama létti og vanalega þegar þetta var búið því það bíður mín náttúrulega upptökupróf í ágúst..glatað!! ég er ferlega svekkt út í þessa fjandans flensu!

Núna hangi ég nánast allan daginn á netinu að reyna að finna húsnæði að flytja inní eftir tæpan mánuð!! Gengur ekki neitt :( Ég svara fullt af auglýsingum en fæ engin svör. Það hafa nú samt tveir svarað okkar auglýsingu!! Annar bauð okkur 30fm íbúð á ca. 60.000 ískr og hinn bauð íbúð í Árósum!! Hvað er að þessu liði???

Kræst hvað ég get pirrað mig mikið yfir þessu! ;) En allavega..nóg af nöldrinu!

Á fimmtudagskvöldið keyrum við með Mie til Jótlands og þar verður væntanlega tekið á móti okkur með yndislegum aldönskum sveitamat :) Komum svo tilbaka á mánudaginn og ég kíki einn dag í skólann áður en við komum til Íslands á Kaffibarþjónamótið - JEIIII!!

Daginn eftir að við komum þaðan fer Klaus beint til Þýskalands í 1-2 daga og þaðan beint til Barcelona. Og hver fer að hitta hann þar???? ÉG!!!! :) Þegar Klaus byrjaði að vinna svona mikið fyrir Philips þá sögðu þeir að ég mætti nú einhvern tímann koma með og þegar ég heyrði að hann væri að fara til BCN þá bað ég hann pent um að minna þá á þetta loforð ;) Ég fæ semsagt að koma með sem 'aðstoðarmaður'.. Veit nú ekki alveg hvað þetta kemur til með að þýða..hvort ég verð föst inná einhverri söluráðstefnu allan tímann eða hvað?? Við höfum allavega tvö kvöld laus og mestallan föstudaginn... það verður æði að koma þangað aftur þótt það verði stutt :)

ta ta..

sd

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohoo Barcelona.. love it. Þessi íbúðarmál hljóta að reddast, trúi ekki öðru!

Nafnlaus sagði...

Guðný hér ;*
þarna já bara vonandi gekk þer vel. og bara skemmtu þér í barcelona ;D , en allavega sakna þin ;* og hlakka til að hitta þig . flott afmælis bloggið hans halldors og lika katrinar :D
kv - Guðný Ósk Karls.

Nafnlaus sagði...

hæ hæ mikið er mig farið að langa að fá blogg

Nafnlaus sagði...

Karertu????
Vigdís.

Sigga Dóra sagði...

Er að vinna í þessu guys!! Langt blogg væntanlegt!! ;)
sd