18 júní 2007

Er ekki kominn tími á blogg?

Það er svo sem ekkert mikið að frétta.. Sumarfríið mitt byrjaði með þvílíkri hitabylgju, glampandi sól og 25-30 stiga hita nokkra daga í röð. Hér var grillað kvöld eftir kvöld, legið í sólinni, vinir heimsóttir í Malmø (grillað þar líka) og ölið þambað. En svo er líka búið að rigna stanslaust í fjóra daga núna þannig að freknurnar tíu sem ég náði mér í í hitabylgjunni eru horfnar! ;)
Ég hef samt notað tímann í rigningunni vel. Sótti sumavélina fínu í geymsluna og er búin að breyta nokkrum flíkum sem ég var ekki nógu ánægð með og notaði því aldrei. Gerði pils úr einum kjólnum..annar kjóll breyttist í topp og tveir sumarkjólar voru þrengdir.. ó hvað ég er ánægð með saumavélina mína!! :)

En það er gott að komast í smá frí frá skólanum.. síðasta prófið var hræðilega langt og erfitt en niðurstöður fást ekkert fyrr en eftir ca. 4 vikur... og því ekkert hægt að gera við því núna annað en að njóta lífsins.

Luna greyið (11 ára) er inni á spítala. Hún slasaði sig í fótbolta í gær og eftir margra klukkutíma prósess á slysó kom í ljós að hún braut upphandlegg svo illa að hún þurfti í aðgerð til að koma brotinu saman aftur. Þær mæðgur þurftu því að gista á spítalanum. Jonas (5 ára) er því með okkur í dag..og honum finnst sko ekkert leiðinlegt að hanga með Klaus frænda sínum! Málið er að eftir að Rasmus fór aftir til Afganistan eftir fríið að þá er Jonas búinn að vera rosa lítill í sér.. er ekki alveg að skilja hverju pabbi hans þarf að vera að þvæla þetta. Þannig að þegar Klaus kom frá Afríku þá tók Jonas algjöru ástfóstri við hann og núna má sko t.d. enginn hátta hann á kvöldin nema Klaus! Mie finnst þetta sko bara fínt og ég held að Klaus hafi bara lúmskt gaman af þessu ;) Ég vona að það fari ekki alveg með litla skottið þegar Klaus fer til Mexíkó á sunnudaginn...

Annars er ég sennilega líka á leiðinni til Mexíkó! En ekki fyrr en í september..til að dæma á Mexíkóska kaffibarþjóna mótinu. Þannig að ég er strax byrjuð að plana skróp á næsta skólaári..ehhh..

En allavega.. ég á skemmtilegt stefnumót í dag! Guðný Ósk systurdóttir mín er Kaupmannahöfn! 12 ára skvísan! Hún er að heimsækja ættingja úr föðurfjölskyldunni sem búa rétt fyrir utan Köben. Við hittumst reyndar líka á föstudaginn og ég aðstoðaði hana við smá powershopping í H&M. Í dag ætlar Ósk (föðursystir hennar) að skutla henni í bæinn til mín svo við getum hangið aðeins og svo fer ég með henni í lestinni til Solrød Strand og við borðum saman hjá Ósk og familíu - huggulegt plan ekki satt?

Þá segi ég bara til hamingju með gærdaginn elskurnar! ;)

sd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já gleðilegan þjóðhátíðardag elskan mín!

Ekkert að frétta svosem... er í Grindó núna og er að reyna að vera í smá fríi. Veit ekki alveg hvað er framundan en þetta kemur. Lovjú! Knús og klem, þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Hurðu Sigga Dóra smá slúður að heiman. Sunna tók sig til í gær og gifti sig öllum að óvörum og enginn fékk að vita nér sjá !!!

Sigga Dóra sagði...

Dísess kræst! er þetta eitthvað trend í fjölskyldu ykkar systra??

Auðvitað langar mann alltaf að fá að vera með á svona stundu en samt kemur þetta mér einhvern veginn ekki á óvart ;) Er þetta ekki bara soldið "sunnulegt" eins og eins og það var "sveinulegt" á sínum tíma?
Ég samgleðst þeim innilega en heimta samt að fá að sjá myndir í ágúst!!! ;)

Nafnlaus sagði...

Hei, brilliant Sunna!!! Til hamingju!!!

Kv. Vigdís. :o)