03 september 2008

Kaos

Æi ég verð að viðurkenna að mér finnst lífið eitthvað full flókið þessa dagana :( fékk að vita fyrir nokkru að ég fæ engin námslán þetta skólaárið.. er víst búin með kvótann í bili. Þetta þýðir að ég þarf að vinna töluvert meira með skólanum en ég hef gert hingað til og það vill svo skemmtilega til að það hefur aldrei verið jafn mikið að lesa í skólanum eins og einmitt núna! Þvílíku doðrantarnir sem ég þarf að komast í gegnum á næstu 10 vikum. Svo rekast tveir af kúrsunum mínum á þannig að ég næ aldrei heilum fyrirlestri í þeim fögum. Ég var líka að skrá mig í jóga - maður þarf jú að hugsa vel um sig líka þessa dagana og það var ætlunin að komast í það tvisvar í viku - er ekki alveg að sjá það gerast. Svo á maður víst kærasta sem þarf nú smá athygli... og samkvæmt fræðibókunum á maður víst að reyna að slappa aðeins af svo að baksturinn takist sem best..ehmm..

Grrr.. mér finnst þessi önn bara vera algjört klúður! Pant leggjast undir sæng og sofa fram að jólum!!

pirr pirr..

2 ummæli:

Veinólína sagði...

Elskan mín! Ég vona að þér líði betur með þetta allt saman í dag. Farðu vel með þig og hugsaðu alltaf um heildarmyndina! :)

Hvenær kemurðu heim? Verð ég ekki úti, vorum við ekki búnar að komast að því... :(

Knús í kleinu, þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Vá busy woman....þú átt eftir að sigla í gegnum þetta brosandi!!! Farðu samt varlega og hvíldu þig vel!!!

ólöf