22 febrúar 2006

Haus fullur af hori!

já, það er bara ekkert annað.. er lögst í rúmið með snýtipappírinn við höndina, teið í hinni og tölvuna við hliðina á mér..(það er náttúrulega ekki hægt að láta sér leiðast!).. finnst eins og ég sé búin að snýta úr mér hálfum heilanum en miðað við hvað ég er stífluð enn er víst nóg eftir! :( Mjög smekklegt..

En það er nú gott að vera komin aftur til hans elsku Klaus míns.. og ég er nú farin að venjast því að vera í sambúð, fannst þetta soldið skrítið fyrst. Og það að byrja að búa með einhverjum í landi þar sem maður er útlendingur er enn erfiðara því ég er ekki vön því að vera svona háð einhverjum. Hingað til hef ég gert nánast allt uppá eigin spýtur og vil meina að ég sé frekar sjálfstæð að eðlisfari.. Þá fór því svona nett í pirrurnar á mér hvað ég þurfti (og þarf enn) mikið á honum að halda til þess að komast inní allt hérna. En plúsarnir eru fleiri en mínusarnir þrátt fyrir allt.. og gott að geta rétt einhverjum þungu pokana þegar farið er í matarinnkaupin saman.. ;)

Ég er aðeins byrjuð að vinna :) Tók að mér að undirbúa eina stelpuna sem vinnur með Klaus fyrir danska kaffibarþjónamótið.. ég er samt bara aðeins að starta henni, útskýra út á hvað þetta gengur allt saman og hvað hún þarf að leggja áherslur á.. Við eigum eftir að hittast nokkrum sinnum í viðbót. Svo í næstu viku fer ég að taka myndirnar fyrir kaffibrennsluna þeirra.

Svo skráði ég mig loksins í dönskuskóla í gær.. fór í viðtal og hélt að ég þyrfti að fara í stöðupróf.. var meira að segja pínu stressuð. Ég þurfti í raun bara að endurtaka eftir konunni nokkur hljóð og orð.. til að meta framburðinn.. hún sagði að hann væri "ekki jafn slæmur og hjá flestum Íslendingum".. ehemm.. ákvað að taka því sem hóli.. ;)
en allavega.. fyrst ég hef ekki verið í dönskuskóla hér úti áður þá byrjar maður bara á byrjuninni sem, mér finnst ágætt.. orðin þónokkur ár síðan maður lærði grunninn. Hún sagði að eflaust myndi mér leiðast fyrst að samt yrði alltaf eitthvað nýtt sem ég myndi læra í leiðinni.
Kúrsinn byrjar 6. mars og er 4x í viku frá 8.30-12.. hvert level er í 3 vikur.. og þeir eru nokkuð strangir; ef maður missir af meira en 2 skiptum innan 3ja vikna getur maður þurft að endurtaka level-ið og ef maður kemur óundirbúinn í tíma þá samvarar það því að vera fjarverandi. Og hananú! Best að vera duglegur! ;) Eftir 6.level á maður víst að vera orðinn nokkuð klár..

kiss kiss..

5 ummæli:

Sigrún sagði...

Djísus að þessum Dönum sé stætt að fara fram á að maður læri þennan framburð þeirra. Endurtek orð einnar finnskrar vinkonu minnar sem sagði eftirminnilega
"Danish! that's not a language, that's a speaking disorder"

úpps eins gott að Klás komist ekki í kommentin :-)

Nafnlaus sagði...

HEY!?!...
;-)

Nafnlaus sagði...

Æææææææ ertu lasin greytið mitt! Mikið vildi ég að ég gæti komið og knúsað þig núna.

Láttu þér batna og ég bið að heilsa Klaus.
:o)

Nafnlaus sagði...

jæja komin tími til að melda sig inn . búin að vera að hnýsast hér síðasta mánuðinn. Var auðvitað alveg rasandi bit þegar ég las allar þessar fréttir; sambúð, danmörk hvað kemur næst? Hafðu það nú gott kæra mín og farðu að snýta þessu kvefi úr þér. love úr mosó, hvala og co

Maja pæja sagði...

Láttu þér batna stúlka ! kossar frá klakanum