08 febrúar 2006

Komin aftur til Köben..

Eftir vel heppnaða ferð til USA er ég komin aftur í kassana... íbúðin verður nú samt heimilislegri með hverjum deginum.. ;) og meira að segja búin að taka upp úr ferðatöskunum sem ég er búin að búa í síðan um miðjan des!! :)

Það var erfitt að kveðja fjölskylduna mína í USA eins og alltaf en ferðin heim gekk vel... var aftur með 3 sæti út af fyrir mig og við vorum óvenju snögg á leiðinni eða 4,5 tíma vs. tæpa 6 á leiðinni út. Ég náði reyndar lítið að sofna, var líka spennt að komast til Reykjavíkur í nokkra klukkutíma.. ;) Það var yndislegt að komast aðeins á Kaffitár og hitta stelpurnar þar.. Sissa sótti mig á BSÍ og við fengum okkur morgunmat saman.. svo kom Jóna líka sem vann með mér hjá Sissu og Höddi bróðir.. svo keyrði Sissa skvís mig aftur í Leifstöð.. Flugið hingað gekk líka nokkuð vel þrátt fyrir full groddalenga lendingu að mínu mati en ég var síðan orðin algjörlega stjörf þegar ég loks komst í bólið hér í Köben.. var þá búin að vera vakandi í 44 tíma!!

Nú þarf maður víst að fara að lifa raunverulega aftur, leita sér að vinnu og fara á dönskunámskeið og svoleiðis. Er búin að fá tíma hjá k.i.s.s. en það er sá dönskuskóli sem flestir Íslendingar sem ég hef spurt hafa mælt með.. nýtt námskeið byrjar reyndar ekki fyrr en í byrjun mars en það verður bara að hafa það.

Ég verð lítið vör við breytt andrúmsloft vegna þessara þessara teikninga sem voru birtar.. auðvitað er mikið talað um þetta meðal fólks og fjallað um þetta í fréttum en daglegt líf gengur sinn vanagang...

bæ í bili..
-sd

3 ummæli:

Sigrún sagði...

Velkomin 'heim' elskan mín. Ég ætla að reyna að koma á morgun. Tek lest héðan kl. 10:15 (ef ég næ henni, annars 10:39) og er þá komin til Köben annað hvort 11:17 eða 11:37. Ég tek svo lest aftur kl. 15:23 til að ná í Egil kl. hálffimm. Getum við hist á Hovedbane kl. 11:20 (ef ég næ fyrri lestinni?)
Sendu mér línu annað hvort á blogginu eða meilinu.

Nafnlaus sagði...

Hæ krútt.
Er ennþá leið yfir því að hafa ekki geta skotist til að hitta þig á mánudaginn, var alveg viss um að það yrði ekkert mál.... en svo var það bara hið mesta vesen. En ég hitti þig vonandi bráðlega, kemurðu heim um páskana? Ég ætla að halda upp á afmælið mitt einhverntíma í páskafríinu og ef þú kemur heim þá stíla ég upp á það. :o)

Hafðu það rosalega gott, sakna þín alltaf! Þín Vigdís.

Maja pæja sagði...

Já ég er sömuleiðis fúl yfir að hafa ekki getað hitt þig, vonandi fékkstu meilið? Frábært hvað var gaman hjá þér í USA (og núna er ég að fara þangað bráður jibbí)
Bið að heilsa knús Maj Britt