16 febrúar 2006

Á Akureyri

fyrir þá sem ekki þegar vita þá er ég stödd á Akureyri þessa dagana. Krummi bróðir var að missa pabba sinn og ég ákvað að koma og vera viðstödd jarðarförina sem er á föstudaginn. Það er undarlega tilfinning þegar systkini manns missir einhvern svona náinn sér eins og foreldri, en samt tengist hann mér ekkert. Það er víst þess vegna sem þetta er kallað hálfsystkini. Höddi er albróðir minn og Elín og Krummi eru hálfsystkini mín en ég tel mig fullvissa um að ég gæti ekki þekkt þau betur þau þó væru alsystkini mín.. þess vegna tala ég aldrei öðruvísi um þau heldur en systkini mín.. er ekkert að bæta þessu hálf-i við..finnst það leiðinlegt orð..

Það er alltaf gott að koma til Akureyrar, en það besta er að hitta fjölskyldu og vini sem ég átti ekki vona á að hitta aftur fyrr en einhvern tímann í sumar.. og ætla ég því að nota tímann vel fram á sunnudag en þá fer ég aftur til Köben. Ég vona því að þessum snjóbyl úti fari bráðum að linna svo maður komist nú eitthvað út úr húsi.. ;)

kiss kiss..

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA - gott að lesa á blogginu þínu að þú ert stödd á Akureyri!!!:D Mér hefði kannski ekki brugðið alveg jafn mikið þegar ég sá þig á Glerártorgi ef þetta blogg hefði komið aðeins fyrr;D

Sigga Dóra sagði...

Elsku Gígja mín.. situr þú bara við tölvuna og vaktar bloggsíðurnar??? ég var varla búin að sleppa publish-post-takkanum og þá varstu búin að commenta! ;)en er ekki miklu skemmtilegra að hafa þetta svona surprise?? ;)

Maja pæja sagði...

Leiðinlegt að heyra með pabba hans Krumma, sendi góða strauma knús Maj Britt

Nafnlaus sagði...

Hahahahahahahaha - svona er að vera heimavinnandi húsmóðir (í 100% námi)!!!:D
En það var frábært að sjá þig aðeins þó það hafi nú eiginlega bara verið í mýflugumynd:) Ég er ekkert að bögga þig með heimboði, veit að það er nóg að gera og fullt af fólki að heimsækja á þessum örfáu dögum. Ég kíki bara í kaffi til þín, ásamt öllum hinum Akureyringunum þegar Iceland Express verður farið að fljúga beint héðan!!!:D

Nafnlaus sagði...

Ertu hætt að blogga elsku vinkona???
Missjú!!! :o)