Allt að koma..
jæja.. nú er ég öll að koma til. Drösslaðist fram úr rúminu á föstudaginn og hjólaði niðrí skólann sem ég ætla að reyna að komast inní í haust.. það var opinn dagur og námskynning. CBS ( Copenhagen Business School) er hrikalega flottur skóli..ég þvældist aðeins um með veskið fullt af snýtipappír og hálsmeðulum.. fór á 2 kynningarfyrirlestra og auðvitað er prógrammið sem mig langar að komast inní ( international business) með kröfur um fáránlega háa meðaleinkunn á stúdentsprófi!! Ekkert annað háskólaprógram í Danmörku fer fram á svona háa einkunn, segja þeir... er það ekki dæmigert?! Það gat samt enginn útskýrt fyrir mér hver einkunnin er á 0-10 kvarðanum eða ABC.. 10,1 er lágmarkið en Danir nota undarlegan einkunnarskala.... 13 er hæsta einkunnin, 12 er ekki gefin..6 er lágmarkseinkunn til að ná prófi en 4 er ekki gefið.. mín ekki alveg að skilja :/ En það er líka hægt að sækja um á grundvelli starfsreynslu, dvalar erlendis annahvort vegna vinnu eða náms o.s.frv... og ca. 50% af nemendum komast inn á þeim grundvelli. Ég hlýt nú að drattast eitthvað áfram þannig sökum aldurs og fyrri starfa ;) Ætla alla vega að prófa að sækja um...
en svo fær maður ekkert að vita fyrr en 28.júlí hvort maður kemst inn.. og skólinn byrjar rétt eftir miðjan ágúst..hvað er málið með það???! Þurfa Danir aldrei að plana neitt fram í tímann?? og ég get ekkert fengið að vita hvort ég fæ kúrsana mína úr THÍ metna fyrr en eftir að ég veit hvort ég kemst inn.. þá get ég sótt um að fá einingarnar mínar metnar og blessaðir Danirnir taka sé þá nokkrar vikur í viðbót til að hugsa málið um það! GARRG!
Ætla samt líka að sækja um í Niels Brock en hann er nú bara eins og einhver torfbær í samanburði við CBS og ég veit að ég fæ ekkert metið þar inn því prófakerfið þar er allt öðruvísi. Verð að þessu fram að fertugu ef ég fer þangað...
Ég lagðist nú næstum því aftur í rúmið eftir þetta allt saman en hressist við aftur í gær þegar ég rölti hér út í voða fína myndavélabúð og keypti mér eitt stykki digital myndavél fyrir tæpan hundrað þúsund kall!! ;) Canon 20D.. hún er svaðaleg!!
Og við erum loksins farin að hengja upp hillur hér i íbúðinni.. :) þannig að þetta er allt á réttri leið ;)
26 febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hehe... torrablótid var rosalegt! Gaman ad lesa bloggid titt. En hei..ég var ad paela. Varduru heima á Íslandi naesta sumar? Vid margrét vorum ad paela hvort tú myndir vilja taka brúdarmyndir af okkur í ágúst ef tú verdur heima. Ég er sko ekki med e-mailid titt hehe.. tannig ad tetta er eina leidin til ad ná í tig. k. Heidar (heidarthor@hotmail.com)
hvernig er staðan á konunni 1. helgina í apríl, þ.e. 30. mars til 3. apríl? Ég er ánægð með að þú ætlir að reyna að komast inn í CBS, svaðalega flottur skóli... *abbó* ;)
Maja skvís! verð nú barasta á Íslandi að dæma á Íslandsmóti kaffibarþjóna!! verð á landinu 27.mars - 3.mars... en þú??
og elsku Heiðar.. takk fyrir að hugsa til mín vegna brúðkaupsins en ég verð nú sennilega hérna úti en ég læt þig vita ef eitthvað breytist.. kveðjur til Barcelona ;)
ohoo ég hafði hugsað mér að vera í Köben þessa helgi !
Þetta bara hlýtur að vera svaðaleg myndavél - Ef eg hefði nú bara efni á að kaupa mér einnota Fuji væri ég sátt... he he he he
Skrifa ummæli