10 ágúst 2006

Langt blogg..

Úff, það nú orðið langt síðan ég bloggaði síðast.. veit varla hvar ég á að byrja..
Ástralíuferðin var auðvitað mjög skemmtileg. Ferðalagið var fulllangt samt. Fyrst rúmlega klukkutíma flug til London, hangs á vellinum þar, svo 12 tímar til Hong Kong, stutt stopp þar og svo 8 tímar til Melbourne. Og kannski er maður aumingi en ég var nokkra daga að ná mér.. :( Klaus veiktist fyrstu nóttina og eyddi því fyrstu dögunum í Melbourne inná hótelherbergi. Ég reyndi nú eitthvað að hjúkra honum og skrapp svo út í göngutúra um miðbæinn þess á milli.

Melbourne er æðisleg borg og við hefðum alveg verið til í að vera lengur þar. Þriðja daginn komst Klaus loks úr rúminu, bryðjandi pensilín og verkjalyf, og Justin vinur okkar fór með okkur á rúntinn á nokkur kaffihús og þvældist með okkur þangað til við áttum flug til Sydney.

Sydneybúar er mjög stoltir af brúnni sinni og óperuhúsinu sínu... sem er hannað af Dana!! ;) Sydney er miklu meiri stórborg.. samt er mjög kósí stemmning við hafnirnar allar.Ástæða ferðarinnar var fyrst og fremst að Klaus var boðið að koma og taka þátt í stórri kaffiráðstefnu í Sydney.. Nokkrum kaffimeisturum var boðið og þeir beðnir um að sýna einhverja meistaratakta. Skipulagið á því öllu saman var samt ekkert til að hrópa húrra fyrir en við ákváðum að segja sem minnst og taka öllu með opnum huga ;) Ástralir eru nefnilega miklu meira "ligeglad" en Danir nokkurn tímann og greinilega bara aukaatriði hjá þeim að hafa espressóvélaranr hreinar eða rétt stilltar eða hitastigið á vatninu einhvers staðar nálægt því sem eðlilegt er.. ;) En allavega.. flestir dagarnir í Ástralíu voru í góðum félagsskap allskonar kaffinörda sem við hittum aldrei nema þegar kaffibarþjónakeppnir eiga sér stað hér og þar um heiminn, eins ogt.d. George Sabados; guðfaðir mjólkurlistarinnar.. Mr.Skippy aka Justin Metcalf.. Gautam; indverski meistarinn, Sunalini; inverskur kaffiráðgjafi sem hefur mestu útgeislun sem ég hef nokkurn tímann kynnst.. það er eins og eitthvað Guðlegt gerist þegar hún birtist...Gleb, Irene og Anna; Rússarnir, Jack, Scott og David;ástralskir kaffibarþjónar sem hugsuðu voða vel um okkur.. og Robert Forsyth; "skipuleggjandinn".. góður karl en án skipulagningargensins.. ;) Við fórum semsagt á fullt af kaffihúsum, fórum oft út að borða, fengum góðan mat og góð vín ;)

Sjávarréttahlaðborð í góðum félagsskap; Sunalini og George fremst, Jack annar til vinstri, Gautam aftast til hægri.. hann sést varla ;)

Það er synd hvað við gátum lítið ferðast um landið bæði vegna tíma- og peningaskorts. Ástralía er náttúrulega fáránlega stór og alls ekki ódýr. En við komumst þó aðeins útí sveit einn daginn. Robert keyrði okkur og Gautam og Rússana uppí vínræktunarhéraðið Hunter Valley. Þar smökkuðum við bæði vín, bjóra og osta.. ummm og sáum fullt af kengúrum. Jeii!! ;)

Við Klaus fórum líka með ferju einn daginn yfir á Manly Beach sem er ein af mörgum ströndum í úthverfi Sydney. Vorum mjög heppin með veður þann daginn en ekki alveg nógu hlýtt til að leggjast í sólbað. En útsýnið yfir Sydney var æðilegt úr ferjunni.
Við fórum degi fyrr en planað var aftur til Melbourne. Vildum skoða okkur aðeins betur um þar. Kannski er það evrópska yfirbragðið á borginni sem heillaði okkur svona en við vorum allavega að fíla hana miklu betur en Sydney.. en kaffið er gott í báðum borgunum ;)

Ferðalagið heim gekk vel og flugþreytan miklu minni þegar hingað var komið. Æ hvað það var gott að komast í rúmið sitt og í hlýja danska sumarið. Klaus er búinn að vera á kafi í vinnu síðan hann kom heim og ég hef verið að taka nokkrar vaktir á kaffihúsinu. Svo keypti ég mér nýtt hjól!!! JEIII! Fyrir utan allt skröltið í gamla garminum þá var handbremsan farin og fótbremsan léleg þannig að mín fékk góðan díl í hjólabúðinni við hliðina á kaffihúsinu; Undurfallegt svart Taarnby Figaro, 7 gíra, með bastkörfu og tvöföldum lás.. það er yndislegt að hjóla á því og nú svíf ég um götur Kaupmannahafnar án nokkurra aukahljóða :)

Skólinn byrjar 28.ágúst. Í næstu viku verður reyndar einhver kynningarvika sem ég missi af vegna Brasiíuferðarinnar. Það held ég að sé nú í lagi. Þeir eru nú eitthvað tregir við að meta einingarnar mínar úr THí uppí námið hér.. eitthvað mikilmennskuæði í gangi held ég bara. Er allavega ekki búin að missa alla von. Hafði sambandi við skólann heima og spurði hvort námið hjá þeim væri í alvöru einskis virði í hákólum á hinum Norðurlöndunum.. Deildarstjórinn er því kominn í málið og farinn að útbúa almennilegar lýsingar á kúrsunum og matsaðferðum. Vona bara það besta :)

Og svo er það Brasilía á laugardaginn ;) Lét bólusetja mig gegn þremur mismunandi sjúkdómum í gæt og borgaði morðfjár fyrir... þá er bara að vona hasarinn í London róist aðeins því við millilendum þar... En spáin en góð; 30 stig og sól og blíða.

Læt þetta duga í bili. Ég er ekki enn búin að setja upp ný myndaalbúm frá Ástralíu.. þetta er svo mikið af myndum að ég hef ekki haft tíma í þetta.. svo eru þetta líka allt bara myndir af kaffihúsum og kaffifólki, veit ekki alveg hvað er gaman af því fyrir flest ykkar.. ;)

Þangað til næst, hafið það sem allra best elskurnar mínar!

kiss kiss,
sd

2 ummæli:

Maja pæja sagði...

Gaman að heyra frá þér sæta mín. Mikið eruði nú heppin að geta ferðast svona mikið, ég er alveg sjúklega abbó hérna að drukkna í skólabókum í rigningunni á Bifröst... ferðast bara þegar að ég er orðinn þessi blessaði lawyer! (andsk.helv lærdómur).. svo eina sem að ég segi: NJÓTTU lífsins áður en að þú byrjar í skólanum og prófum!!!

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU elsku Sigga Dóra mín!:*