Komin heim frá Brasilíu.
jábbs.. við komum heim í gær. Það gekk sko ýmislegt á í þessari ferð. Í fyrsta lagi var fluginu okkar út aflýst 2 daga í röð vegna stöppunnar sem mundaðist á Heathrow eftir hertar öryggisaðgerðir. Þegar við vorum loksins komin á völlinn þá var svo mikil seinkun á fluginu að engu munaði að við myndum missa af tengifluginu í London. Við hlupum hreinlega á milli véla á Heathrow.. sem gerði það að verkum að farangurinn komst ekki með í vélina til Sao Paulo. Klaus fékk sýna tösku eftir 3 daga og ég hef ekki enn fengið mína!! :( British Airways er svo sannarlega með allt niðrum sig þessa dagana. Þeir hafa varla svarað símum né föxum og loksins þegar maður nær í þá svara þeir bara eitthvað útí loftið til þess að losna við mann. Núna segja þeir mér að taskan sé pottþétt í London og að það sé búið að senda meldingar um að nú eigi að senda hana tilbaka til Danmerkur en ekki til Brasilíu. Það eru hinsvegar um 20.000!! töskur sem bíða það eftir að verða sendar til eigenda sinna og því geta þeir ekkert sagt til um hvenær ég fæ töskuna. Versta er að nýja fína myndavélin mín er í töskunni því ég varð að tékka ALLT inn. Venjulega hef ég hana allt í handfarangri.. en í þetta skiptið mátti maður bara vera með veski og vegabréf í glærum plastpoka. Ég er búin að vera á algjörum bömmer yfir þessu og þetta hafði auðvitað töluverð áhrif á ferðina. Oft þurftum við að eyða frítíma okkar í að hlaupa á milli búða og finna þetta nauðsynlegasta; nærföt og eitthvað til skiptanna, tannbursta og smá snyrtidót. Það var sko ekki planið að vera á einhverju búðarápi enda ekki mikið varið í þær þarna.
EN að ferðinni sjálfri.. Það var ofsalega vel hugsað um okkur af eigendum Daterra kaffibúgarðsins. Fyrsti dagurinn fór nú bara í smá afslöppun eftir flugið, búðarráp og rúnt um borgina með Isabelu sem sá mest um okkur þarna. Svo fórum við á hádegisverðarfund með ýmsum fjölmiðlum þar sem Klaus talaði kaffið þeirra og brasilískt kaffi yfirhöfuð. Næsta dag vorum við með þjálfun fyrir ca. 20 kaffibarþjóna úr Sao Paulo. Þetta tókst allt saman mjög vel og var rosalega vel skipulagt. Við vorum öllu viðbúin eftir skipulagsleysið í Ástralíu en þetta var allt alveg meiriháttar.
Planið var síðan að fara á Daterra búgarðinn en fyrst að ferðin styttist um þessa 2 daga þá gafst ekki tími til þess. Daterra fólkið vildi frekar senda okkur í frí til Ríó og fá okkur aftur seinna á búgarðinn þegar betri tími gefst. Vona svo sannarlega að eitthvað verði úr því.
Rio de Janeiro er hrikalega falleg borg ef maður er staddur í réttum hverfunum. Út um hótelgluggann okkar var útsýnið ekki af verri endanum. Kristur úr einni átti og strandlengjan úr annarri. Það var reyndar ekkert strandaveður á meðan við vorum þarna en við tókum nú samt smá göngutúr á ströndinni, drukkum slatta af caphirinja og nutum okkar ;)
Við höfðum hitt annan kaffibónda á fjölmiðlafundinum sem átti búgarð rétt fyrir utan Rio og hann bauð okkur í heimsókn. Við eyddum því einum deginum með honum og konunni hans. Búgarðurinn er uppí fjöllunum skammt frá Rio og það var algjört æði að koma þangað. Það var enn uppskera í gangi þannig að loksins sá maður í alvöru hvernig þetta fer allt fram. Það er ofsalega fallegt þarna upp í fjöllunum og allt önnur stemning en í Rio og Sao Paulo.. næstum eins og að koma í allt annað land. Paulo (eigandinn) ætlar að senda okkur myndir sem við tókum á vélina hans.. ég var náttúrulega myndavélalaus allan tímann!! Isabela ætlar líka að senda okkur myndir frá Sao Paulo en því miður eigum við engar myndir frá Rio de Janeiro. Sem gerir okkur bara enn ákveðnari að fara þangað aftur og hafa meiri tíma og fleiri föt til skiptanna ;)
Við sáum hina hliðina á Rio á leiðinni inn og út úr borginni. Þarna er ótrúlega mikið af fátækrahverfum og fólkið býr í þvílíkum hreysum sem eru byggð hvert ofan á annað. Það var ömurlegt að sjá þetta. Maður getur ekki ímyndað sér hvernig hægt er að búa svona. Við fengum mjög ströng fyrirmæli frá gestgjöfum okkar um það hvar við máttum þvælast um og hvar ekki... og í fínni hverfunum eru öll hús afgirt með a.m.k. 2ja metra háum girðingum sem gerir borgina ekki beint mjög vinalega en samt nógu heillandi til að vilja heimseækja hana aftur..
En það er gott að vera komin heim aftur... það er komið nóg af ferðalögum hjá mér í bili enda byrjar skólinn á mánudaginn. Klaus fer til Nicaragua í byrjun september, svo kannski til USA í október og jafnvel til Suður-Afríku í nóvember þannig að það er nóg að gera hjá honum. Mér finnst mjög freistandi að fara aftur með honum í janúar, þá fer hann líklega til Costa Rica. Kemur allt í ljós..
Vonandi fæ ég nú einhver komment frá ykkur í þetta skiptið. Finn svolítið fyrir heimþrá þessa dagana... kannski bara af því ég er á svo miklum bömmer út af ferðatöskunni minni. En síðasta ferð til Íslands var auðvitað fáránlega stutt.. svo fór ég að hugsa um næsta afmælið mitt (sem er stórt!) en það verður auðvitað ekkert gaman að halda uppá það hér þegar ekkert af fólkinu manns er á svæðinu :( Kannski tekur maður bara Klaus með sér í einhverja borgarferð.. ókaffitengda!! ;)
Hafið það gott elskurnar mínar hvar sem þið eruð..
kiss kiss,
sd
23 ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Fyndið...
ég er nýbúin ða lesa um ástralíu ferðina þína og svo datt mér í hug að kíkja hvað þú segðir gott og þá stendur bara ...Komin heim frá Brasiliu!! WOW Þú ert bara næstum búin að fara hringinn!! Þvílíkt ævintýri!!
Það er ekkert voðalega freistandi að vera að ferðast núna...og voðalega leiðinlegt að heyra um myndavélina þína....glatað að maður megi ekki lengur taka með verðmæta hluti sem maður vill passa!!
Hvíldu þig vel
Kveðja og gangi þér vel í skólanum
ÓLÖF ERLA
Gaman að heyra frá þér Ólöf..
var einmitt að kíkja á síðuna þína í dag ;) Finnst eins og ég hafi frétt það í gær að þú værir ólétt aftur en nú er bara alveg að koma að þessu.. úff hvað tíminn líður hratt!
Gangi þér vel Ólöf mín og bestu kveðjur til Valla og Emmu.
sd
Jamm 7 vikur eftir....get ekki beðið eftir að hitta þetta barn!! Búið að ganga voðalega vel og mér líður yndislega!!!
haltu áfram að fylgjast með emmu síðu...þar verða allar upplýsingar!!
ÓLÖF
Hlakka til að hitta þig í næstu viku og knúsa þig og heyra um allt um Braselíu og Ástralíu :) kiss kiss þangað til, knús mæbba
Skrifa ummæli