28 ágúst 2008

Raunveruleikinn tekinn við á ný..

Fríið okkar var sko algjör snilld! Vorum í rúma viku í litlum bær sem heitir Blauzac og það var eins og að vera komin aftur í tímann. Flest öll húsin ca. 200 ára gömul og það sem flestir bæjarbúar voru í sumarfríi þá var þetta eins og hálfgerður draugabær ;) En það var nú alltaf hægt að labba út í búð á morgnanna og kaupa ferskt brauð og croissant með morgunkaffinu. Ferlega huggó. Allt í kringum Blauzac voru svo stærri bæir/borgir með lífegri veitingahúsmenningu og fullt af áhugaverðum stöðum að skoða. Skemmtilegast fannst okkur samt að versla inn á öllum lókal mörkuðunum og elda svo heima. Allt var svo ferskt og gott - og mikið betra á bragðið einhvern veginn. Frakkarnir voru yndislegir! Veit ekki hvaðan sögurnar koma um að þeir seú ruddalegir við túrista. Það voru allir þvílíkt til í að hjálpa okkur og reyna að gera sig skiljanlega þrátt fyrir okkar lélegu frönsku ;)
Síðustu þrjá dagana vorum við í Nice. Það var eiginlega hálfgert menningarsjokk að koma þangað. Allt morandi í túristum og vonlaust að finna almennilega veitingastaði - vorum orðin svo góðu vön úr sveitinni ;) Reyndar fengum við loksins rosalega gott að borða síðasta kvöldið á pínulitlum veitingastað sem reddaði alveg Nice dvölinni ;) Borgin minnti mig reyndar svolítið á Barcelona.
Við skruppum líka til Mónakó síðasta daginn. Bara 20 mín lestarferð þangað og við skoðuðum það helsta; casínóið, furstahöllina og exótíska garðinn. það var eiginlega of heitt þarna þannig að við drifum okkur aftur til Nice til að kæla okkur í sjónum. Sjórinn þarna er sjúklega túrkis blár, hreinn og hlýr :) Yndislegt alveg!

Svo er bara búið að vera fullt að gera síðan við komum heim. Klaus er búin að vera að vinna eins og vitleysingur alla vikuna við að setja upp espressóvélar fyrir nýjan kúnna út um allt land. Sé hann varla fyrr en seint á kvöldin. Og það eru veikindi í vinnunni hjá mér þannig að það er nóg að gera. Svo byrjar skólinn bara í næstu viku. Kræst hvað þetta sumar þaut fram hjá manni!!

Bjórvömbin stækkar hægt en örugglega ;) Hún er reyndar mjög óléttulega á kvöldin en bara frekar skvabbleg yfir daginn. Vonandi hef ég eitthvað til að sýna ykkur þegar ég kem til landins eftir ca. hálfan mánuð svo þið trúið mér!! ;) Hrikalega hlakka ég til að sjá ykkur öll!!

ta ta..
sd

p.s. Við eigum eftir að setja myndirnar úr fríinu inn á flickr..læt ykkur vita þegar þær eru komnar inn þá getið þið kíkt á þær

08 ágúst 2008

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.. og annar á leiðinni! ;)

Elín systir fæddi þessa yndislegu litlu prinsessu í morgun!


Hún fæddist 13 merkur og 50cm. Mikið ofboðslega finnst mér hún falleg! Elsku Elín, Kalli, Guðný Ósk og Halldór Smári, innilegar hamingjuóskir með litlu músluna! Get ekki beðið eftir að fá að knúsa ykkur og kássast aðeins í litlu dömunni þegar ég kem heim um miðjan september!

Og nú er ég tekin við af Elínu!


Við eigum von á litlu kríli 15.febrúar :) Ég veit að þetta líkist nú bara bjórvömb ennþá en það er í alvöru lítill laumufarþegi þarna inni, tæplega 13 vikna gamall ;)

Og nú erum við komin í langþráð frí og fljúgum til Nice á sunnudaginn.. hafið það gott þangað til næst.

knús á línuna,
sd