17 september 2006

Sumar í september..

Fyrir utan að Klaus kom heim frá Nicaragua síðasta mánudag þá er mest lítið að frétta. Það var voðalega gott að fá hann heim og ferðin tókst mjög vel hjá honum. Til að byrja með var hann á kaffiráðstefnu í Managua þar sem hann hélt fyrirlestur og var með kaffibarþjónaþjálfun. Síðan heimsótti hann tvo kaffibúgarða. Og hann verður barasta heima í rúman mánuð áður en næsta ferðatörn byrjar! ;)
Það er nóg að gera í skólanum.. Við erum ca. 60 í bekknum.. flestir voru komnir í nett panikk í síðustu viku, yfir því að svona yrðu bara næstu þrjú árin hjá okkur; ekkert líf bara lestur! Hópverkefnin eru komin í gang núna líka.. ég er enn nokkuð róleg.. held að aldurinn vinni með mér núna því ég hef ekki alla þessa þörf fyrir að djamma og mæta í allt félagsprógrammið eins og þessar litlu elskur sem eru með mér í bekk ;) By the way.. ég er elst í bekknum!!! Það er reyndar smá möguleiki á að einn Bretinn sé jafngamall mér.. (andvarp!)

og svo að maður ræði nú aðeins veðrið.. sumarið er búið að vera með ágætis come back síðustu vikuna. Barasta bongóblíða og allt að 25 gráður suma dagana.. maður veit varla hvernig maður á að haga sér í svona stöðu..

en allavega.. lesturinn bíður,

sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

væri alveg til í að fá sma sumar hingað á klakan. búið að rigna endalaust að ég held. Annars bara allt gott héðan. Já Sigga Dóra börnin mín stækka og stækka. Skírnir fer í skóla næsta haust og Árdís fer að ná mér í hæð, vá hvað hún ætlar að verða hávaxin ;)
Jæja sokkarnir flokka sig ekki sjálfir hápunktur dagsins í dag verður nefnilega að flokka sokka. Elska svona sunnudaga
kossar og knús frá rigningarblautum Ísafirði
Guðný og stórfjölskylda

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín og Klaus.
Það er gott að heyra að þetta með góða veðrið. Haustið hér er samt ekkert til að kvarta yfir. En eins og Guðný segir furðu mikil rigning.
Já þa er merkilegt að þú skulir vera elst í bekknum þínum, mér finnst þú vera svo ung,yngsta barnið í fjölskyldunni. Þetta endar sennilega með að ég verð miðaldra en það verður eki fyrr en . nóvember. Héðan er allt gott að frétta, Ég er að venjast því að vera hinum megin við borðið í skólanum stjórnandi í allar áttir, sitjandi á fundum og vinna skriffinsku sem átti að skila í gær. Stundum held ég að það væri skemmtilegra að kenna dönsku og íslensku með huggulega unglinga fyrir framan mig sem spurja af hverju í ósköpunum þeir þurfi að læra danska málfræði eða Gísla sögu. best að hætta áður en ég fer í of mikið afturhvarf eða nostalgíu eins og það er kallað núna.Mamma.

Maja pæja sagði...

þú hefðir átt að koma á Bifröst.. þar er maður sko ekki elstur.. bara næstelstur :/ .... he he. Gott að allt gengur vel og gott að Klaus er kominn aftur til þín, ekkert gaman þegar að kallarnir eru í öðru landi! en annars trúi ég því nú ekki að krakkarnir taki eftir því að þú sért elst, svo ungleg darling... :)
ps. er ennþá móðguð að þér hafi fundist Einar unglegri en ég *arg* ;)