30 október 2006

Í fréttum er þetta helst..

Kláraði prófin á föstudaginn.. JEII! ;) Annað gekk nokkuð vel ;) en hitt ekki svo vel :( svoleiðis gerist þegar kennarinn stanglast stöðugt á því hvaða áherslur á að leggja í próflestri og svo stenst ekkert sem hann segir þegar að prófinu kemur! Pirr pirr! En í dag byrjaði svo nýr fjórðungur, tvö ný fög að komast í gang og mér líst bara vel á.. ;)

Klaus kom heim frá USA/Ítalíu á fimmtudaginn og er að fara til Suður Afríku á morgun.. búið að vera voðalega huggó að hafa hann heima nokkra daga. Honum leist samt ekkert á skapið í mér þegar hann kom heim og ég var á milljón í 'power-lestri' fyrir síðasta prófið.. he he.. það var víst eitthvað stuttur þráðurinn í stressinu ;)

Það var verið að hringja í okkur og segja upp leigusamningnum okkar :( ný íbúð óskast fyrir 1.feb takk!!

og svo er bara brostinn á skítakuldi.. pirr pirr!

sd

4 ummæli:

Sigrún sagði...

Jæja elskan mín, til hamingju með að vera búin að ljúka fyrstu prófunum þínum. Það er nú alltaf góð tilfinning og maður getur þá betur vitað hverju maður á von á næst.
Súrt að heyra með íbúðina! glatað að þurfa að flytja (mjér leiðist amk mjög svoleiðis stúss).

Njóttu þess að hafa kallinn heima og nú eru bara fáir dagar í hitting í Köben - hlakka rosa til elskan mín!

Nafnlaus sagði...

hæ hæ gamla gott að prófin eru búin. Man alveg hvernig þetta var þegar þér var að ganga illa :)

af okkur er það að frétta að við erum að flytja á Sauðárkrók eftir 4 vikur. Þá vonandi kem ég til með að geta séð framan í þig næst þegar þú kemur til landsins því það eru að verða 2 ár síðan við sáumst síðast. Gengur ekki svona lengur.

jæja fimm dagar í stórafmælið.

kossar og knús frá ísó
Guðný

Maja pæja sagði...

Til hamingju að vera búin í prófum, hlakka til hitta þig næst :) og mig langar mjög mikið að vera með í hittingnum þ.e. þegar að þið Sigrún hittist. Einar forðast mig eins og heitan eldinn þegar að ég er í próflestri.. er víst ekki mjög skemmtileg ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin í pófum. Hlakka til að sjá þig mjög fljólega, hvað á að gera á afmælisdaginn? Verður Klaus ekki heima??????? Þín Vigdís.