22 október 2006

Jæja.. mér finnst nú eins og eitthvað sé farið að síast inn í hausinn á mér ;) Fyrra prófið er á þriðjudaginn og hitt á föstudaginn. Samt heill hellingur eftir að reyna að skilja enn.. andvarp !
Sé fram á fjárfestingar fljótlega í almennilegu skrifborði og stól í réttri hæð!! Breytist í kryppling með þessu áframhaldi :(

En til þess að létta lundina yfir þessu öllu saman þá keypti ég mér flugmiða til Osló, fyrstu helgina í nóvember :) Ætla að heimsækja Hanne vinkonu mína sem bjó á sama tíma og ég útí Barcelona. Það verður gaman að hitta hana aftur. Hafði alltof lítinn tíma fyrir hana þegar ég var á Nordic Cup í Osló í fyrra, þannig að nú getum við kjaftað hvor aðra í hel! ;)

Svo er ég held ég búin að afgreiða enn einn valkvíðann. Var mikið að velta mér uppúr hvað ég ætti að gera í tilefni þrítugsafmælisins... Sá það fyrir mér að ef ég skyldi halda veislu að þá þyrfti ég fyrst að koma mér almennilega fyrir í íbúðinni.. klára að taka uppúr kössunum og svoleiðis, þannig að það veislan er útúr myndinni!! ;)
En Vigdís vinkona er að leiðinni til Köben um miðjan nóvember ásamt fleiri skvísum frá Akureyri í tilefni þess að allar urðu þrítugar á árinu.. Jeii!! Þannig að ég er að hugsa um að skvetta aðeins úr klaufunum með þeim....

Hvort segir maður annars sletta eða skvetta úr klaufunum??? Ég prófaði að "googla" þetta og bæði virðist vera notað... ??

Anyways.. það er semsagt margt að hlakka til mín megin í heiminum... hvað með ykkur??

ta ta,
sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það verður sko gaman að skkkvvvvllllletttta úr klaufunum með þér Sigga Dóra mín! Hlakka mikið til að hitta þig.
Verðum í bandi.
Þín Vigdís. :o)

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Ég held að blessaðar kýrnar hafi slett´úr klaufunum þegar þær komust út á vorin. Ég fletti þessu upp þegar ég finn orðabókina. Gaman fyrir þig að fá Vigdísi og co. í heimsókn. Ég fékk nagladekk undir bílinn í gær, frétti úti í skóla að bróðir einnar konunnar sem vinnur þar hafi verið að slá garðinn sinn um helgina. hann býr í Köben. Já það er munur.
Bestu kveðjur til ykkar Klaus, mamma.

Maja pæja sagði...

jamm sammála mömmu þinni, held að rétta orðatiltækið sé sletta úr klaufunum ... ég er hissa að þú sért ekki búin að velja þér líkkistu að verða þrítug konan!!! ha ha hah a smá djók ;) ég segi nú bara velkomin í hópinn, það er stuð á elliheimilinu Grund.. úpps nú er komin svefngalsi í mig.... bara 5 tímar í flug til París!!! jibbí.. bið að heilsa Klaus og gangi þér vel með lærdóminn sæta mín