03 október 2006

Nordic Barista Cup 2006

hmmm.. maður er alltaf hálf blúsaður fyrstu dagana eftir að þessu móti lýkur. Það er alltaf svo ferlega gaman á meðan á því stendur...maður er umkringdur góðum vinum sem maður sér sjaldan, mikið hlegið og sprellað, drekkum gott kaffi og aðra góða drykki. Borðum góðan mat og endum helgina með ærlegu tjútti!!

Helv.. norsararnir unnu samt aftur! :( oj hvað ég var spæld.. ég hélt náttúrulega bæði með Danmörku og Íslandi.. en var samt alveg sama hver myndi vinna svo lengi sem það yrðu ekki norsararnir.. (andvarp) Í fyrra voru fyrstu verðlaun ferð fyrir liðið til Brasilíu og nú er það ferð til El Salvador... glatað þegar það er alltaf sama liðið sem fær að fara í þessar ferðir... jaháts.. ef það hefur eitthvað farið fram hjá ykkur þá er ég ferlega pirruð yfir þessu!!

En allavega.. lokakvöldið var glæsilegt 80's partý og outfittin voru hver öðru hallærislegri!! Landsliðin þurftu að skemmta gestunum með því að flytja Eurovisionlög frá þessum tíma.. Ísland sló auðvitað í gegn með Gleðibankanum.

Ég tók auðvitað fullt af myndum en eins og þið við, þá er ég skelfilega lengi að koma öllu svoleiðis á netið. Þessi heimasíða verður að duga í bili:

www.nordicbaristacup.com
(þarf bara að skrolla aðeins niður)

því miður engar myndir frá lokakvöldinu en fullt af myndum frá mótinu sjálfu sem Ken og Sarah frá Barista Magazine sáu um að dæla inná síðuna jafnóðum..

En raunveruleikinn er hafinn á ný.. verkefnavinna í fullum gangi í skólanum, regnblautt haustið mætt á svæðið og styttist í prófin... dísess kræst hvað tíminn er fljótur að líða. Kemur mér alltaf jafn mikið á óvart ;)

kiss kiss,
sd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já hann hreinlega flýgur, það er tíminn, hjá mér er alltaf annað hvort mánudagur eða föstudagur. Hef eiginlega ekki hugmynd um hvað verður um dagana þar á milli.

Alla vega gott að það er allt gott ;)

kossar og knús frá Ísó
Guðný

Nafnlaus sagði...

Hæhæ lasaruss, vona að þér líði betur núna, allt mjög gott að frétta hér á Ósi, er búin að vera að kenna aðeins upp í Háskóla, neytendahegðun, og gengur það bara vel. En ég skil þig vel með, tormelta, viðakiptaensku) Svo erum við hjónaleysin að skreppa tvö ein til London um næstu helgi. rosalega held ég að það verði næs. Nökkvi blæs alveg út og þau systkinin eru bara alveg ótrúlega góð saman. Vona að þú komir heim um jólin) og gangi þér vel í prófunum í okt.
saknaðarkv. frá ósi

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna!!!Maður bara roðnar og verður glaður að fá svona comment....sértstaklega þegar manni líður eins og hval og getur ekki hreyft sig eins og skildi!!!

Þar sem ég er ekki að vinna og að láta tímann líða þá var ég að horfa á ísland í bítið!! (ógeðslega leiðinlegur þáttur...but what can you do!!) Þar var einmitt helling um þessa kaffi keppni...og ég var einmitt að hugsa hvort ég sæi þig þarna!!! NEI!!! En ég sá skyr!! var það notað í kaffið??

Hafðu það gott

ÓLÖF

Nafnlaus sagði...

Hæbbs. Langaði bara að kasta á þig kveðju... er búin að vera hrikalega löt að heimsækja bloggheima undanfarnar vikur. Vonandi hefurðu það gott kæra vinkona og ég get ekki beðið eftir að sjá þig 16. nóv.
Þín Vigdís.