Upplestrar "frí"
Þá er fyrsta fjórðungi úr skólaárinu lokið og rúm vika í próf... nett stress í gangi. Fyrstu prófin í nýjum skóla eru alltaf erfiðust því maður veit ekkert hverju má eiga von á. Helgin nýttist illa til lesturs þar sem ég var að vinna á kaffihúsinu þannig að nú er bara að setja í 6. gírinn. Það kemur sér "vel" að Klaus er að fara í enn eina ferðina á morgun og verður í rúma viku. Þá er hann allavega ekkert að "trufla" mig. Ég sko voða erfitt með að einbeita mér ef hann er bara eitthvað að hafa það náðugt inní stofu fyrir framan imbann... þá vil ég líka! ;) Maður er ekki þroskaðri en þetta!! ;)
Svo er smá valkvíði í gangi. Er að reyna að ákveða hvað á að gera um jólin. Ég er ekki búin í skólanum fyrr en 21.des þannig að nú er allt farið að hallast í þá átt að við förum til Jótlands yfir jólin til foreldra Klaus og komum svo heim til Íslands yfir áramótin. Svo verð ég kannski eitthvað lengur fram í janúar þar sem ég er í 6 vikna jólafríi.. Þó svo að þetta hafi upphaflega verið mín hugmynd þá finnst mér pínu erfitt að sætta mig við hana.. svona er maður ferlega vanafastur ;)
En að lokum vil ég senda hamingjuóskir til Ólafar Erlu og fjölskyldu. Við Ólöf bjuggum saman í lítilli kjallaraholu í Hvassaleitinu veturinn '98-'99... úff hvað það er langt síðan.. en í gær fæddi hún sinn annað barn, lítinn tippaling ;) Innilega til hamingju aftur Ólöf, Valli og Emma!
best að sökkva sér í lesturinn..
sd
16 október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Takk elsku Sigga Dóra!!
Jamm vá langt síðan í Kjallaranum!! hihih
gangi þér vel að lesa!
koss
ólöf
Gangi þér vel að læra skvísa, ég er í sama pakkanum svo ég sendi þér læristrauma yfir hafið.. knús Maj Britt
Hæ sæta mín,
Eru einhver afmælisplön? Verðurðu kannski í prófum? Ég fer til Íslands 9. nóv og það væri gaman að hittast í einn kaffi á Kastrup eða eitthvað ef þú hefur tíma, ég fer ekki í flug fyrr en um 9.
gangi þér vel í prófunum,
luv Sigrún
Takk fyrir það stelpur!! Prófin eru í næstu viku.. andvarp!!
og hellú Sigrún..
Ég er sko til í kaffi á Kastrup! ;) En þú heppin að vera að fara heim í tilefni afmælisins.. er nú pínku abbó núna.
Hér er ekkert planað enn nema út að borða og huggulegheit.
Reyndar er Vigdís að koma til Köben 16.-19.nóv ásamt fríðum flokki norðlenskra kvenna sem allar urðu þrítugar á árinu.. JEIII!! þannig að það er nú líklegt að maður tjútti eitthvað með þeim.. :)
Knús til þín og súperman ;) (..og þá er ég að tala um Egil Orra! .. veit svosem ekkert hvaða gælunafn þú hefur fyrir Ella...ehm)
sd
Heyrðu frábært, verðum í sambandi. Jafnvel að maður meiki það inn til Köben alla leið ef ég fer snemma frá Lundi. Hringi í þig þarna um morguninn þegar ég veit ca. hvernig landið liggur.
luv s
Hættiði að plana eitthvað án mín :( buhuuu
Skrifa ummæli