23 júlí 2008

Afmælisbörn dagsins..og gærdagsins

Elsku hjartans Klaus minn á afmæli í dag!! Hann er ordinn 28 ára - semsagt alveg ad ná mér!! Vid erum búin ad borda dyrindis morgunmat útí gardi og svo fáum vid köku seinna í dag. Vid erum semsagt heima hjá foreldrum hans á V-Jótlandi thannig ad nú er loksins haldid uppá afmælid hans á alvöru danska vísu.. med furdulegum afmælissöngvum, (ekkert grín!) fánum og det hele!!

Unnur amma mín á líka afmæli í dag :) Innilegar hamingjuóskir med daginn elsku amma mín. Hún og afi eru nú á leidinni í heimsókn til systur hennar. Góda ferd til Svíthjódar og bestu kvedjur til Ásu frænku.

Lise mamma hans Klaus vard sextug í gær. Thad var settur upp kaffibar hér útí hlödu, dekkud bord og skreytt med blómum úr gardinum. Svo sat fólk líka út um allan gard og hafdi thad huggulegt. Um thad bil 80 nágrannar og vinir mættu og gæddu sér á edal kaffi, afmæliskringlu, súpu, samlokum og smákökum.. svo var ad sjálfsögdu öl í bodi med thessu öllu! Semsagt bara mjög thægilegt og afslappad. Hér tala allir mjög undarlega Jótlensku thannig ad ég skil varla ord havad fólk segir en mér syndist á öllu ad fólk skemmti sér vel! Foreldrar Klaus er bædi frá Sjálandi thannig ad thad verdur haldin önnur fjölskyldu veisla á laugardaginn og their sem vilja tjalda úti á túni eda gista í húsvögnum eda nærliggjandi sumarbústödum. Semsagt mikid líf og fjör hér thessa dagana ;)

Hvad med ykkur?? Ég fer nú ad hætta thessu bloggeríi ef ég fæ bara eitt komment (takk Maj Britt!!) ad medaltali á færslurnar!

Sjáum til..

túllílú,
sd

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehe.... knús :) og til hamingju með Klaus, knúsaðu hann frá mér.

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín og Klaus.
Hér er loksins komin veðurblíða, það þarf að vera til sólarvörn og aftersun á heimilinu því nú er setið við lestur úti á palli. Við vorum í bústaðnum um helgina og stefnum að grilli þar á laugardaginn. Þistilfjarðarferðin var meira að segja í góðu veðri og tókst mjög vel. Ég er núna að fara með Þorgerði í húsmæðraorlof í sumarbústaðinn hennar, að vísu bara í sólarhring, ég efast um að pabbi þinn og Nekó geti verið án mín lengur, eða þannig.
Höddi, Árný og Kristel Nótt koma á föstudaginn og verða á Hvannavöllum um helgina. Hér á Akureyri verður gamaldags fjölskylduhátíð, allir mega gista á tjaldsvæðum bæjarins og allir eiga að brosa alla helgina segir skipuleggjandi hátíðarinnar. Vona að þú hafir átt skemmtilega daga á Jótlandi í afmælunum, kveðjur til ykkar Klaus,, mamma.

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með kallinn Sigga Dóra mín!:)
Góða ferð í fríið ykkar ... hljómar vel!:) Við vorum að koma frá Tenerife ... GEGGJAÐ í einu orði sagt!!!:)
Knús og kremjur,
Gígja.

Nafnlaus sagði...

hæ hó... ég fékk sms frá þér en get ekki svarað því... held að ég hringi bara í þig !! knús mús...stóóóóórt knúúúús....

Nafnlaus sagði...

Jamm kannast við þessar dönsku afmælissveislur og hina einkennilegu afmælissöngva.
kv. af Hvanneyri
GEH

Nafnlaus sagði...

ég er nú oft eitthvað að rífa mig hérna en í dag sendi ég þér bara risastórt knús og hamingjuóskir


GUðný Króksari

Nafnlaus sagði...

ég er nú oft eitthvað að rífa mig hérna en í dag sendi ég þér bara risastórt knús og hamingjuóskir


GUðný Króksari

Nafnlaus sagði...

Knúsaðu klás frá mér, er enn að hugsa um hvað hann keypti fyrir okkur útí sjoppu seinna kvöldið mitt hjá ykkur :-) nammi.......... hlakka til að sjá þig sem fyrst og góða skemmtun i Frakklandi skál he, he nei smá djók....detox :-)
kv Sveina