01 júlí 2008

okei okei.. þið máttuð alveg reka á eftir mér í þetta skiptið.. ;)

Nett bloggleti í gangi undanfarið.. EN - vitiði hvað! Við erum búin að bóka fríið okkar!! :) Jibbíí! Suður Frakkland í 10 daga um miðjan ágúst - vá hvað ég hlakka til! Við fljúgum til Nice, leigjum bíl og keyrum til Nimes (ca. 3 klst), þar fáum við lánað sumarhús í eigu fjölskyldu Linusar (meðeigandi í TCC). Gamalt hús frá 1800 og eitthvað.. Þar verðum við í ca. viku og ætlum að þvælast um héraðið. Fullt af stöðum til að kíkja á: Mont Pellier, Marseille, Avignion (kann ekkert að stafa þessi nöfn). Svo förum við aftur til Nice, skilum bílnum og verðum þar í þrjár nætur. Ætlum bara að finna eitthvað kósí (og ódýrt!) Bed&Breakfast og hanga aðeins í bænum, kíkja á ströndina og borða góðan mat... LJÚFT!! :) Ég hlakka ekkert smá til. Hef ekki farið í svona alvöru afslappelsis og sólarfrí síðan ég og Maj Britt fórum til Portúgal um árið.. man varla hvenær það var.. 2004??

En að öðru - Heimsmeistarmótið gekk vel. Fyrir utan að vera að dæma þrjá af fjórum dögunum þá þurfti maður nú að sýna sig og sjá aðra flest öll kvöldin . Langt síðan ég hef verið jafn tíður gestur á öldurhúsum borgarinnar. Og við erum ekkert smá ánægð með árangur helgarinnar: Danski meistarinn komst í sex manna úrslit af 51 keppendum, góður vinur okkar frá Írlandi Stephen Morrisey er nýkrýndur heimsmeistari kaffibarþjóna, TCC voru veitt verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi og Casper (meðeigandi í TCC) varð heimsmeistari í kaffismökkun!!! :) Þannig að það var mikið til að halda uppá alla helgina.. og erfitt að mæta í vinnu eldsnemma á mánudagsmorguninn.. ;)

Svo kom Sveina frænka í heimsókn strax eftir keppnina. Henni var alveg sama þót við værum þreytt, raddlaus og utan við okkur eftir erfiða helgi og við höfðum það kósí hérna öll þrú saman á sófanum ;)

Svo er skólinn byrjaður aftur - fór í fyrsta tímann í dag og líst bara vel á. Og nú tel ég bara dagana þangað til Vigdís kemur í heimsókn eftir 10 daga! ;) Þetta sumar á eftir að fljúga algjörlega frá mér!!

ta ta..
sd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra hvað allt gengur vel, og spennandi ferð framundan hjá ykkur til France. Júbb það var í sept 2004 sem að við skelltum okkur í yndislega ferð til Portúgal. Rosalega var hún skemmtileg. Mannstu eftir þjónunum, þessum þarna óþolandi :) og manninum sem að var eins og kúkur sem að stal dýnunni af sólbekknum okkar he he. Knús til þín og bið að heilsa Klaus.