08 ágúst 2008

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.. og annar á leiðinni! ;)

Elín systir fæddi þessa yndislegu litlu prinsessu í morgun!


Hún fæddist 13 merkur og 50cm. Mikið ofboðslega finnst mér hún falleg! Elsku Elín, Kalli, Guðný Ósk og Halldór Smári, innilegar hamingjuóskir með litlu músluna! Get ekki beðið eftir að fá að knúsa ykkur og kássast aðeins í litlu dömunni þegar ég kem heim um miðjan september!

Og nú er ég tekin við af Elínu!


Við eigum von á litlu kríli 15.febrúar :) Ég veit að þetta líkist nú bara bjórvömb ennþá en það er í alvöru lítill laumufarþegi þarna inni, tæplega 13 vikna gamall ;)

Og nú erum við komin í langþráð frí og fljúgum til Nice á sunnudaginn.. hafið það gott þangað til næst.

knús á línuna,
sd

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er hun ikke smuk?

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Þetta er nú bara besta bloggfærsla sem ég hef lengi séð. ég held bara að sú litla sé alveg eins og Elín. Hún er sléttari en í morgun þegar hún var nýkomin. Mér fannst hún eins og dúkka þegar ég sá hana. Lengdin er 50 cm.
Pínulitla bumban þín er yndisleg segðu Klaus það. Við pabbi þinn höfum samband á laugardagskvöldið þegar hann er búinn að sjá dótturdótturina, mamma.

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Dóra og Klaus, innilega til hamingju með þetta allt saman. Þú verður ekkert smá sæt með bumbu. Hlakka til að hitta þig í sept. Ég ætla að halda upp á afmæli HM 20. sept á laugardegi og þú ert að sjálfsögðu boðin, vona að þú getir mætt. Góða skemmtun í Nice. Knús og kossar Maj-Britt og fam. ps. obbosslega er frænka þín litla sæt, algjör prinsessa

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Dóra og Klaus til hamingju með bumbubúann, þetta eru æðislegar fréttir. Hringi í þig þegar þú kemur úr fríinu. Og góða skemmtun:)

þín frænka, Sunna

Nafnlaus sagði...

Loksins ;-)
kv Sveina

Nafnlaus sagði...

Hahahaha, ef þú bara vissir hvað ég er búin að vera að bíða eftir þessu ... fann þetta verulega á mér;) Innilega til hamingju elsku Sigga Dóra mín og Klaus!:* :* :* Þetta er bara æðislegt!:)
Knús og kremjur,
Gígja.

Veinólína sagði...

Til hamingju aftur elskurnar! Það var alveg einstaklega erfitt að þegja yfir þessu leyndarmáli! ;)

Sakna ykkar,
Vigdís :)

Nafnlaus sagði...

Vá til hamingju elsku Sigga Dóra....frábært!!!!

Kv.ólöf erla

httP://oloferla.deviantart.com

Nafnlaus sagði...

Takk kaerlega fyrir allar kvedjurnar! Gaman ad heyra frá ykkur öllum :) Sveina á sérstakt hrós skilid fyrir ad thegja yfir leyndarmálinu enda komst hún ad thessu bara á 7.viku! Takk Sveina mín. Ótrúlegt hvad drykkjuleysid getur komid upp um mann!!;)
Annars hefur litla systurdóttir mín fengid nafnid Elfa Rún og finnst mér thad passa einkar vel vid thss fíngerdu dömu :)
knús og kremjur frá S-Frakklandi..
sd

Sigrún sagði...

Innilega til hamingju með leyndó-ið. Ekkert smá ánægð með okkur "nóvember skvísurnar" að vera allar *bomm* á sama tíma. Þvílíkt skipulag!! Verð rétt á undan þér - 1.febrúar.
Hlakka til að sjá þig í september krúsin mín.
Sigrún

p.s.
Hamingjuóskir til Klaus líka auðvitað...

Nafnlaus sagði...

Tími kominn á updeit please!

Veinólína sagði...

Vá hvað ég hlakka til að sjá nýtt blogg!! Knús, þín Vigdís. :)

Nafnlaus sagði...

þú verður æðisleg með bumbu. Hlakka ótrúlega til að hitta þig.kv. Elín syst