jæja.. bara kominn maí og rúmlega það!!
er einhver sem kíkir hérna inn ennþá??
En það er allavega allt fínt að frétta úr kotinu :) Áttum yndislega páska á Jótlandi þar sem við tróðum í okkur dýrindis mat og nutum góða veðursins. Ég reyndi að lesa inn á milli máltíða - bæði hjá mér og Ísak! - Klaus spilaði við bræður sína og krakkana og Ísak hreinlega svaf af sér alla páskana! Hann var sko þvílíkt að fíla ferska sveitaloftið, fuglasönginn og svínaskítafíluna frá nágrönnunum :)
Þegar heim var komið tók við hundleiðinleg törn hjá mér. Strax eftir páskana hófst 72 tíma heimaverkefni og í vikunni á eftir var 4 tíma skriflegt próf. Klaus var í fríi og það hjálpaði heilmikið. Ísak var reyndar ekkert of samvinnuþýður.. hann hefur hreinlega fundið á sér að mamman var eitthvað taugaveikluð þessa daga. Hann svaf lítið á daginn og var sísvangur. Þar að auki minnkaði mjólkin mikið hjá mér, hreinlega út af stressi. Drengurinn var semsagt ekkert of kátur með mömmu sína þessa dagana. Hann fékk smá þurrmjólk með á meðan þessu stóð og svolgraði henni niður eins og ekkert væri. Þannig að það er óhætt að segja að einbeitingin hjá mér var alls ekki nógu góð enda gengu prófin alls ekkert nógu vel. Ég fæ nú bara aulahroll þegar ég rifja upp sumt sem ég skrifaði á síðustu stundu í þessu blessaða heimaprófi!!! En það verður nú einhver að skemmta kennaranum ekki satt??? Ef ég næ þessu þá verð ég voðalega heppin..en ég nenni ómögulega að vera með einhverja eftirsjá. Sjálfsagt hefði ég getað skipulagt mig betur og lesið meira eftir að Ísak fæddist.. og auðvitað er það fullmikil bjartsýni að halda að ég geti náð svona stórum kúrs án þessa að mæta í tímana.. EN ég ætla bara að búast við því versta og vona það besta!! :)
Lífið er allavega búið að vera voðalega ljúft eftir að þessu lauk :) Loksins alvöru fæðingarorlof!! Langir göngutúrar með vagninn, garðhittingar í góða veðrinum með Þórey og Óskar, hangið á kaffihúsinu hjá Klaus eða bara kúrað uppí rúmi með Ísak þegar það er kalt og blautt úti :) Ekki slæmt!
Brúðkaupsplönin mjakast áfram hægt og rólega.. það fer ekkert á milli mála hvernig forgangsröðin er á þessu heimili, við erum hvorki að pæla í fatnaði eða hringjum.. EN það er búið að redda fyrsta flokks espressóvél, kvörn og afbragðskaffibarþjónum!!! :) Þannig að þó við endum í gömlum lufsum og hringjalaus þá fáið þið alla vega fyrsta flokks kaffi!!! :)
Ísak stækkar ótrúlega hratt. Það er sko ekkert ponsaralegt við hann lengur enda er hann búin að tvöfalda fæðingarþyngd sína og vel rúmlega það. Var 5800grömm í 3ja mánaða skoðun. Hann er duglegur að hjala og brosa, og er meira að segja byrjaður að hlægja líka þegar virkilega vel liggur á honum. Ég reyni að setja inn nýjar myndir á síðuna hans á morgun eða hinn.
Að lokum langar mig að monta mig á Maj Britt vinkonu minni. Skvísan er nýbúin að verja mastersritgerðina sína í lögfræði og gerði það með glæsibrag :) Ég er ekkert smá stolt af henni. Það er ekkert smá afrek að eignast tvær dætur og afgreiða svona ritgerð á sama tíma. Þegar ég fer í að skrifa mína pínkupons BS ritgerð í haust, þá hugsa ég til þín Maj Britt mín!!! :) Enn og aftur til hamingju með þetta allt saman!
ta ta..
09 maí 2009
22 mars 2009
Langt síðan síðast..
hmmm.. næstum mánuður liðinn frá síðustu færslu.. og ekki hægt að segja annað en að maður hafi um ýmislegt annað að hugsa en blogg þessa dagana. Héðan er bara fínt að frétta. Ísak stækkar hratt og örugglega :) Ég fór með hann í 5 vikna skoðun í þarsíðustu viku og þá var hann orðinn 4040gr! Erum ekkert smá ánægð með hann. Svo vildi læknirinn meina að hann væri orðinn 57 cm langur! Ég var nú ekki alveg sammála henni enda fannst mér hún mjög ónákvæm.. Þrjóska mamman strunsaði með drenginn heim og teygði úr honum eins og hægt var og rétt náði að mæla 55 cm ;) ekki það að þessir 2 cm skipti máli, þessi ónákvæmni fór bara eitthvað í taugarnar á hormónabrenglaðri mömmunni! ;)
Svo fengum við pabba og mömmu í heimsókn nýlega. Það var voðalega gott að fá þau hingað og Ísak leiddist sko ekki auka athyglin sem hann fékk á meðan dvölinni stóð. Ég sýndi þeim ýmis brjóstaþoku atriði og Ísak bræddi þau sundur og saman með brosum, hjali og prumpurembingum. Það er nú skrítið að vera að ganga í gegnum svona stóra upplifun svona langt frá fjölskyldu og vinum.. væri sko alvega til í að skjótast í smá heimsókn núna til Íslands og sýna pjakkinn ;) En það verður víst að bíða fram á sumar.. dæs..
Foreldrar Klaus komu líka á meðan þau voru hérna.. kominn tími til að foreldrar okkar beggja hittist svona rétt áður en við látum pússa okkur saman ;) Við komumst líka að því að við erum ekki beint vel græjuð til að halda 'stór'(við vorum nú bara sex) matarboð á þessu heimili! Ég tók það að mér að borða af kökudisk bæði kvöldin og Klaus drakk vín úr vatnsglasi.. vantar greinilega nokkur heimilshaldsgen í mann ;) við náðum nú samt að útvega okkur sex samstæða kaffibolla fyrir stuttu, sem er nú lagmark á þessu heimili en við höfðum nú ekki meira fyrir því en að kaupa þá á eigin kaffihúsi með Coffee Collective logoinu á ;)
En aftur að Ísak.. þó að það sé nú ekki meiningin að þetta blogg verði eintómt barnablaður.. þá eru margir búnir að spurja hverjum hann líkist eiginlega. Við vitum það varla sjálf en finnst hann mjög blandaður. Hann er nú augljóslega með háa ennið hans pabba síns og augun fær hann líka úr föðurfjölskyldunni, þá helst frá Rasmusi bróður Klaus. Svo viljum við meina að nefið og munnurinn komi frá mér og ef hann heldur áfram safna þessum bollukinnum þá er það pottþétt frá mér líka!! ;) Svo er hann kominn með lítið péturspor á hökuna sem hvorug fjölskyldan vill eigna sér! ;)
Ísak er farinn að brosa heilmikið og það er semsagt missjón vikunnar að ná því á mynd. Hér er til dæmis ein mjög misklukkuð tilraun, það vantar ekki bara brosið heldur hálsinn líka ;) Sunna frænka hefur nefnt að Ísak minni hana stundum á Nökkva hennar þegar hann var lítill. Ég er nú svolítið sammála henni, sérstaklega þegar Ísak er komin í gömul föt af Nökkva eins og hérna.. en sennilega er það nú bara rauðbirkna hárið (það litla sem eftir er) sem fær okkur til að líkja þeim saman:
Og svona er best að sofna eftir góða máltíð:
ta ta..
hmmm.. næstum mánuður liðinn frá síðustu færslu.. og ekki hægt að segja annað en að maður hafi um ýmislegt annað að hugsa en blogg þessa dagana. Héðan er bara fínt að frétta. Ísak stækkar hratt og örugglega :) Ég fór með hann í 5 vikna skoðun í þarsíðustu viku og þá var hann orðinn 4040gr! Erum ekkert smá ánægð með hann. Svo vildi læknirinn meina að hann væri orðinn 57 cm langur! Ég var nú ekki alveg sammála henni enda fannst mér hún mjög ónákvæm.. Þrjóska mamman strunsaði með drenginn heim og teygði úr honum eins og hægt var og rétt náði að mæla 55 cm ;) ekki það að þessir 2 cm skipti máli, þessi ónákvæmni fór bara eitthvað í taugarnar á hormónabrenglaðri mömmunni! ;)
Svo fengum við pabba og mömmu í heimsókn nýlega. Það var voðalega gott að fá þau hingað og Ísak leiddist sko ekki auka athyglin sem hann fékk á meðan dvölinni stóð. Ég sýndi þeim ýmis brjóstaþoku atriði og Ísak bræddi þau sundur og saman með brosum, hjali og prumpurembingum. Það er nú skrítið að vera að ganga í gegnum svona stóra upplifun svona langt frá fjölskyldu og vinum.. væri sko alvega til í að skjótast í smá heimsókn núna til Íslands og sýna pjakkinn ;) En það verður víst að bíða fram á sumar.. dæs..
Foreldrar Klaus komu líka á meðan þau voru hérna.. kominn tími til að foreldrar okkar beggja hittist svona rétt áður en við látum pússa okkur saman ;) Við komumst líka að því að við erum ekki beint vel græjuð til að halda 'stór'(við vorum nú bara sex) matarboð á þessu heimili! Ég tók það að mér að borða af kökudisk bæði kvöldin og Klaus drakk vín úr vatnsglasi.. vantar greinilega nokkur heimilshaldsgen í mann ;) við náðum nú samt að útvega okkur sex samstæða kaffibolla fyrir stuttu, sem er nú lagmark á þessu heimili en við höfðum nú ekki meira fyrir því en að kaupa þá á eigin kaffihúsi með Coffee Collective logoinu á ;)
En aftur að Ísak.. þó að það sé nú ekki meiningin að þetta blogg verði eintómt barnablaður.. þá eru margir búnir að spurja hverjum hann líkist eiginlega. Við vitum það varla sjálf en finnst hann mjög blandaður. Hann er nú augljóslega með háa ennið hans pabba síns og augun fær hann líka úr föðurfjölskyldunni, þá helst frá Rasmusi bróður Klaus. Svo viljum við meina að nefið og munnurinn komi frá mér og ef hann heldur áfram safna þessum bollukinnum þá er það pottþétt frá mér líka!! ;) Svo er hann kominn með lítið péturspor á hökuna sem hvorug fjölskyldan vill eigna sér! ;)
Ísak er farinn að brosa heilmikið og það er semsagt missjón vikunnar að ná því á mynd. Hér er til dæmis ein mjög misklukkuð tilraun, það vantar ekki bara brosið heldur hálsinn líka ;) Sunna frænka hefur nefnt að Ísak minni hana stundum á Nökkva hennar þegar hann var lítill. Ég er nú svolítið sammála henni, sérstaklega þegar Ísak er komin í gömul föt af Nökkva eins og hérna.. en sennilega er það nú bara rauðbirkna hárið (það litla sem eftir er) sem fær okkur til að líkja þeim saman:
Og svona er best að sofna eftir góða máltíð:
ta ta..
25 febrúar 2009
Komnar nýjar myndir á heimasíðu Ísaks
Héðan er allt ágætt að frétta. Klaus fór aftur í vinnuna á föstudaginn var. Stutt vinnuvika sem betur fer og gott að komast í helgarfrí strax daginn eftir! ;-) En annars gengur bara vel hjá okkur Ísak hérna heima. Erum farin að skreppa í smá göngutúra og í gær skelltum við okkur á undan úrslit Danska Kaffibarþjónamótsins í Bella Center. Hann svaf þetta nú allt af sér en það var gaman að hitta gamla og góða kaffivini. Úrslitin voru í dag og Morten frá Sigfrieds Kaffebar í Árósum er nýr meistari.. hann notaði að sjálfsögðu kaffi frá The Coffee Collective! :-) Og ætlar að gera það líka þegar hann keppir á heimsmeistaramótinu í Atlanta í apríl. Við erum auðvitað voða stolt! :-)
En tíminn flýgur áfram. Ísak verður 3ja vikna á föstudaginn og þá kemur hjúkkan aftur í heimsókn. Það verður spennandi að sjá hvað hann er orðinn þungur. Hann er mjög duglegur að drekka og mjólkin flæðir um allt.. Ég er reyndar frekar sybbin eftir síðustu tvær nætur en ætla ekki að kvarta, hann er óttalega ljúfur þessi elska ;-)
Héðan er allt ágætt að frétta. Klaus fór aftur í vinnuna á föstudaginn var. Stutt vinnuvika sem betur fer og gott að komast í helgarfrí strax daginn eftir! ;-) En annars gengur bara vel hjá okkur Ísak hérna heima. Erum farin að skreppa í smá göngutúra og í gær skelltum við okkur á undan úrslit Danska Kaffibarþjónamótsins í Bella Center. Hann svaf þetta nú allt af sér en það var gaman að hitta gamla og góða kaffivini. Úrslitin voru í dag og Morten frá Sigfrieds Kaffebar í Árósum er nýr meistari.. hann notaði að sjálfsögðu kaffi frá The Coffee Collective! :-) Og ætlar að gera það líka þegar hann keppir á heimsmeistaramótinu í Atlanta í apríl. Við erum auðvitað voða stolt! :-)
En tíminn flýgur áfram. Ísak verður 3ja vikna á föstudaginn og þá kemur hjúkkan aftur í heimsókn. Það verður spennandi að sjá hvað hann er orðinn þungur. Hann er mjög duglegur að drekka og mjólkin flæðir um allt.. Ég er reyndar frekar sybbin eftir síðustu tvær nætur en ætla ekki að kvarta, hann er óttalega ljúfur þessi elska ;-)
17 febrúar 2009
Ný myndasíða..
Er loksins búin að græja myndasíðu fyrir Ísak. Reyni að vera dugleg að setja inn myndir svo þið getið fylgst betur með. Setti inn tvö myndbönd líka en síðan býður reyndar ekki uppá mjög háa upplausn.. það er nú alveg hægt að horfa á þau samt ;-)
Annars gengur bara vel, litla matargatið stækkar ört og við reynum að njóta síðustu daganna hans Klaus í fæðingarorlofi ;-)
Sendið endilega email á siggadora@yahoo.com til að fá aðgangsorðið á síðuna.
sd
Er loksins búin að græja myndasíðu fyrir Ísak. Reyni að vera dugleg að setja inn myndir svo þið getið fylgst betur með. Setti inn tvö myndbönd líka en síðan býður reyndar ekki uppá mjög háa upplausn.. það er nú alveg hægt að horfa á þau samt ;-)
Annars gengur bara vel, litla matargatið stækkar ört og við reynum að njóta síðustu daganna hans Klaus í fæðingarorlofi ;-)
Sendið endilega email á siggadora@yahoo.com til að fá aðgangsorðið á síðuna.
sd
12 febrúar 2009
Fæðingarsagan - Ísak Thomsen
Jamms, við erum búin að nefna hnoðrann okkar Ísak :) og ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir yndislegar kveðjur síðustu vikuna í öllum formum; sms, fésbókin, símtöl og email. Æðislegt að heyra frá ykkur öllum en ég hef engan veginn getað svarað ykkur öllum. En nú langar mig að segja ykkur betur frá fæðingunni.
Ég vaknaði á miðvikudagsmorguninn 4.feb og tók fljótt eftir Því að ég var hrímlek. Vissi varla hvort ég væri hætt að halda þvagi eða hvað eða hvort þetta væri bara þunn útferð sem er víst algeng í lok meðgöngu. Það hvarflaði allavega ekki að mér að þetta væri legvatn.. var búin að hafa það svo sterkt á tilfinningunni að ég myndi ganga framyfir og ég var náttúrulega bara gengin rúmar 38 vikur. Það komu engir verkir með þessu þannig að ég hringdi ekki uppá deild fyrr en um hádegið. Þær sögðu mér að koma í tékk en Þórey var á leiðinni í heimsókn með Óskar litla og ég hafði bakað múffur og allt! Við ákvaðum að ég kæmi bara seinnipartinn fyrst ég var ekki með verki. Ég ætlaði sko að ná að hakka í mig nokkrar gulrótarmúffur áður en ég færi að brasa í þessu. Ég fór bara ein uppá spítala, hafði bara sent Klaus í vinnuna um morguninn enda átti ég ekki von á að þetta væri nokkuð. En ljósan staðfesti jú að þetta var legvatnsleki en án nokkurar útvíkkunar og leghálsinn var enn frekar þykkur. Ég fékk stikpillu lagða upp á bakvið leghálsinn til að hjálpa til við að koma þessu af stað og Klaus kom til mín úr vinnunni þar sem ég þurfti að vera í monitor í smá stund eftir það. Ég fór nú smá panikk yfir öllu sem mér fannst ég eiga eftir að gera. Var viss um að það væru amk 2 vikur til stefnu. Við fórum heim og ég beint í að þrengja sængurfötin sem ég vildi hafa fyrst á sænginni og við kláruðum loksins and pakka í blessuðu spítalatöskuna. Um nóttina byrjaði ég að fá verki á 10 mín fresti og um morguninn voru hríðirnar að koma á 5-6 mín fresti en þær voru ekki mjög langar. Við áttum að koma í annað tékk uppá deild og um leið og við mættum þangað datt allt niður! Leghálsinn var samt orðinn styttri og mýkri og ég komin með ca 1 í útvíkkun. Ég fékk því aðra stikpillu lagða upp og pensilín vegna sýkingarhættu þegar belgurinn er rofinn svona lengi og við send aftur heim. Mér fannst þessi pilla gera lítið gagn. Fékk nokkrar hríðir en mjög óreglulegar.. náði meira að segja bara að leggja mig aðeins seinnipartinn.
Vorum svo mætt aftur í tékk um hálf fimm. Við vorum viss um að vera bara send aftur heim en svo var ég komin með 2 í útvíkkun sem er of mikið fyrir aðra stikpillu og þá átti ég að fá hríðaukandi drip í æð. Við vorum semsagt ekkert á leiðinni heim aftur fyrr en með barn í fanginu! Áður en farið var í það var mér boðin úthreinsun sem ég þáði og hún kom þessu eiginlega öllu í gang! Var varla staðinn upp af klósettinu fyrr en hríðirnar komu með 2 mín fresti! Hríðaukandi í æð varð því óþarfi. Ég missti svolítið fókusinn við að þetta fór allt í einu frekar hratt í gang. Svo fékk ég að vita að það væri ekki í boði að nota baðkarið því ég þurfti að fá pensilín í æð seinna út af því hvað belgurinn var búinn að vera rofinn lengi. Ég sem hafði jafnel íhugað vatnsfæðingu þannig að allt í einu var ég búin að gleyma öllu öðru sem var í boði og gat ekki hugsað um neitt annað en að anda mig í gegnum hríðirnar. Loksins hafði ég rænu á að biðja um nálastungur og heita bakstra en fannst það hjálpa takmarkað. Um kl 21 var ég mæld og komin með 4-5 í útvíkkun. Mér fannst þetta sko ekkert ganga! Enda með frekar bjagað viðmið þegar vinkonur mínar (Maj-Britt og Sigrún) skjóta út sínum börnum á 3,5 tímum að meðaltali!! Ég byrjaði að nota hláturgasið þrátt fyrir að gúmmílýktin af grímunni væri að drepa mig og mér varð hálfóglatt af henni. Fannst gasið lítið gera við verkjunum en ég náði að hvílast aðeins betur í pásunum.
Nú voru hríðirnar byrjaðar að koma 3-4 í röð með aðeins 2ja mín pásu og ég engan veginn að sætta mig við að vera bara komin með 5 í útvíkkun! Ekki bætti úr sök að hafa tómt baðkarið þarna við hliðina á mér!! ;) Klaus var mjög duglegur að nudda á mér mjóbakið í hverri hríð og hugsaði vel um mig. Ég þrjóskaðist með gasið í ca hálftíma í viðbót og bað síðan um mænudeyfingu. Ég var drulluhrædd við að láta krukka svona í bakinu á mér en lét mig hafa það hékk bara í gasgrímunni á meðan ;) En þetta var sko besta ákvörðunin. Þvílík snilld þessi mænudeyfing! Hef sjaldan fundið fyrir jafn miklum létti og við Klaus gátum loks talað aðeins saman og ég gat brosað aðeins til hans aftur! ;) Það var varla búið að sprauta dópinu í mig þegar ég fór að finna fyrir rembingsþörf. Ljósan varð hissa og mældi mig og þá var ég allt í einu komin með 8 í útvíkkun :) Hún sagði að bara það að taka ákvörðun um deyfingu gæti hjálpað manni svo til að slappa vel af að um leið og hún færi að virka opnaðist leghálsinn um leið. Nú gátum við bara ‘beðið’ eftir að útvíkkunin kláraðist. Ég fann vel fyrir þrýsting og pressuþörf í hverri hríð en gekk vel að pústa mig í gegnum þær. Rétt fyrir miðnættið voru vaktaskipti og við vorum svo heppin að fá ljósuna okkar úr meæðraverndinni með okkur í lokasprettinn :) Útvíkkun var lokið en lillinn átti bara eftir að snúa sér aðeins. Hún rétt náði að leggja fram græjurnar sínar áður en ég mátti byrja að rembast. Um það hálftíma síðar (kl 00.47, 6.feb)fékk ég pungsann litla heitan og slímugan á bringuna á mér! Hann lét strax vel í sér heyra og náði fljótt augnsambandi við okkur. Mikið var það yndislega skrítin tilfinning að fá hann allt í einu í fangið :)
Í heildina er ég bara ótrúlega ánægð með hvernig fæðingin gekk. Hún var hæg í gang en þegar ég loks fékk almennilega reglulegar hríðir tók hún í raun ekki nema 7 tíma. Ég fékk örfá spor innan í skeiðina sem ég hef ekkert fundið fyrir síðan og hef verið mjög fljót að ná mér líkamlega.
Við vorum þrjár nætur á spítalanum þar sem hann var frekar lár í blóðsykri fyrstu dagana. Við þurftum að vekja hann á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn til gefa honum og hann fékk auka mjólk með brjóstinu þangað til ég byrjaði að framleiða almennilega mjólk. Svona lítil kríli mega víst ekki við því að fá bara brodd fyrstu dagana, annars léttast þau svo mikið. En hann hefur verið ótrúlega duglegur. Hjúkkan kom til okkar í morgun hann hefur þegar náð fæðingarvigt sinni og vel það. Orðin 2800 gr aðeins 6 gamall. Hann er ótrúlega vær og góður, mikið matargat og finnst endalaust gott að láta kúrast með sig. Hjúkkan var ótrúlega ánægð með hann í dag og það er yndislegt að sjá hvað hann er meira vakandi á milli lúra og vill 'hanga' aðeins með okkur í staðinn fyrir að sofa bara eins og þegar að hann var sem lægstur í blóðsykrinum.. hann var algjört deig greyið og hélst varla vakandi til að drekka ;)
Hann er algjör sjarmör þessi litla elska og við foreldrarnir eru hreinlega í skýjunum með litla Ísak okkar :)
Jamms, við erum búin að nefna hnoðrann okkar Ísak :) og ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir yndislegar kveðjur síðustu vikuna í öllum formum; sms, fésbókin, símtöl og email. Æðislegt að heyra frá ykkur öllum en ég hef engan veginn getað svarað ykkur öllum. En nú langar mig að segja ykkur betur frá fæðingunni.
Ég vaknaði á miðvikudagsmorguninn 4.feb og tók fljótt eftir Því að ég var hrímlek. Vissi varla hvort ég væri hætt að halda þvagi eða hvað eða hvort þetta væri bara þunn útferð sem er víst algeng í lok meðgöngu. Það hvarflaði allavega ekki að mér að þetta væri legvatn.. var búin að hafa það svo sterkt á tilfinningunni að ég myndi ganga framyfir og ég var náttúrulega bara gengin rúmar 38 vikur. Það komu engir verkir með þessu þannig að ég hringdi ekki uppá deild fyrr en um hádegið. Þær sögðu mér að koma í tékk en Þórey var á leiðinni í heimsókn með Óskar litla og ég hafði bakað múffur og allt! Við ákvaðum að ég kæmi bara seinnipartinn fyrst ég var ekki með verki. Ég ætlaði sko að ná að hakka í mig nokkrar gulrótarmúffur áður en ég færi að brasa í þessu. Ég fór bara ein uppá spítala, hafði bara sent Klaus í vinnuna um morguninn enda átti ég ekki von á að þetta væri nokkuð. En ljósan staðfesti jú að þetta var legvatnsleki en án nokkurar útvíkkunar og leghálsinn var enn frekar þykkur. Ég fékk stikpillu lagða upp á bakvið leghálsinn til að hjálpa til við að koma þessu af stað og Klaus kom til mín úr vinnunni þar sem ég þurfti að vera í monitor í smá stund eftir það. Ég fór nú smá panikk yfir öllu sem mér fannst ég eiga eftir að gera. Var viss um að það væru amk 2 vikur til stefnu. Við fórum heim og ég beint í að þrengja sængurfötin sem ég vildi hafa fyrst á sænginni og við kláruðum loksins and pakka í blessuðu spítalatöskuna. Um nóttina byrjaði ég að fá verki á 10 mín fresti og um morguninn voru hríðirnar að koma á 5-6 mín fresti en þær voru ekki mjög langar. Við áttum að koma í annað tékk uppá deild og um leið og við mættum þangað datt allt niður! Leghálsinn var samt orðinn styttri og mýkri og ég komin með ca 1 í útvíkkun. Ég fékk því aðra stikpillu lagða upp og pensilín vegna sýkingarhættu þegar belgurinn er rofinn svona lengi og við send aftur heim. Mér fannst þessi pilla gera lítið gagn. Fékk nokkrar hríðir en mjög óreglulegar.. náði meira að segja bara að leggja mig aðeins seinnipartinn.
Vorum svo mætt aftur í tékk um hálf fimm. Við vorum viss um að vera bara send aftur heim en svo var ég komin með 2 í útvíkkun sem er of mikið fyrir aðra stikpillu og þá átti ég að fá hríðaukandi drip í æð. Við vorum semsagt ekkert á leiðinni heim aftur fyrr en með barn í fanginu! Áður en farið var í það var mér boðin úthreinsun sem ég þáði og hún kom þessu eiginlega öllu í gang! Var varla staðinn upp af klósettinu fyrr en hríðirnar komu með 2 mín fresti! Hríðaukandi í æð varð því óþarfi. Ég missti svolítið fókusinn við að þetta fór allt í einu frekar hratt í gang. Svo fékk ég að vita að það væri ekki í boði að nota baðkarið því ég þurfti að fá pensilín í æð seinna út af því hvað belgurinn var búinn að vera rofinn lengi. Ég sem hafði jafnel íhugað vatnsfæðingu þannig að allt í einu var ég búin að gleyma öllu öðru sem var í boði og gat ekki hugsað um neitt annað en að anda mig í gegnum hríðirnar. Loksins hafði ég rænu á að biðja um nálastungur og heita bakstra en fannst það hjálpa takmarkað. Um kl 21 var ég mæld og komin með 4-5 í útvíkkun. Mér fannst þetta sko ekkert ganga! Enda með frekar bjagað viðmið þegar vinkonur mínar (Maj-Britt og Sigrún) skjóta út sínum börnum á 3,5 tímum að meðaltali!! Ég byrjaði að nota hláturgasið þrátt fyrir að gúmmílýktin af grímunni væri að drepa mig og mér varð hálfóglatt af henni. Fannst gasið lítið gera við verkjunum en ég náði að hvílast aðeins betur í pásunum.
Nú voru hríðirnar byrjaðar að koma 3-4 í röð með aðeins 2ja mín pásu og ég engan veginn að sætta mig við að vera bara komin með 5 í útvíkkun! Ekki bætti úr sök að hafa tómt baðkarið þarna við hliðina á mér!! ;) Klaus var mjög duglegur að nudda á mér mjóbakið í hverri hríð og hugsaði vel um mig. Ég þrjóskaðist með gasið í ca hálftíma í viðbót og bað síðan um mænudeyfingu. Ég var drulluhrædd við að láta krukka svona í bakinu á mér en lét mig hafa það hékk bara í gasgrímunni á meðan ;) En þetta var sko besta ákvörðunin. Þvílík snilld þessi mænudeyfing! Hef sjaldan fundið fyrir jafn miklum létti og við Klaus gátum loks talað aðeins saman og ég gat brosað aðeins til hans aftur! ;) Það var varla búið að sprauta dópinu í mig þegar ég fór að finna fyrir rembingsþörf. Ljósan varð hissa og mældi mig og þá var ég allt í einu komin með 8 í útvíkkun :) Hún sagði að bara það að taka ákvörðun um deyfingu gæti hjálpað manni svo til að slappa vel af að um leið og hún færi að virka opnaðist leghálsinn um leið. Nú gátum við bara ‘beðið’ eftir að útvíkkunin kláraðist. Ég fann vel fyrir þrýsting og pressuþörf í hverri hríð en gekk vel að pústa mig í gegnum þær. Rétt fyrir miðnættið voru vaktaskipti og við vorum svo heppin að fá ljósuna okkar úr meæðraverndinni með okkur í lokasprettinn :) Útvíkkun var lokið en lillinn átti bara eftir að snúa sér aðeins. Hún rétt náði að leggja fram græjurnar sínar áður en ég mátti byrja að rembast. Um það hálftíma síðar (kl 00.47, 6.feb)fékk ég pungsann litla heitan og slímugan á bringuna á mér! Hann lét strax vel í sér heyra og náði fljótt augnsambandi við okkur. Mikið var það yndislega skrítin tilfinning að fá hann allt í einu í fangið :)
Í heildina er ég bara ótrúlega ánægð með hvernig fæðingin gekk. Hún var hæg í gang en þegar ég loks fékk almennilega reglulegar hríðir tók hún í raun ekki nema 7 tíma. Ég fékk örfá spor innan í skeiðina sem ég hef ekkert fundið fyrir síðan og hef verið mjög fljót að ná mér líkamlega.
Við vorum þrjár nætur á spítalanum þar sem hann var frekar lár í blóðsykri fyrstu dagana. Við þurftum að vekja hann á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn til gefa honum og hann fékk auka mjólk með brjóstinu þangað til ég byrjaði að framleiða almennilega mjólk. Svona lítil kríli mega víst ekki við því að fá bara brodd fyrstu dagana, annars léttast þau svo mikið. En hann hefur verið ótrúlega duglegur. Hjúkkan kom til okkar í morgun hann hefur þegar náð fæðingarvigt sinni og vel það. Orðin 2800 gr aðeins 6 gamall. Hann er ótrúlega vær og góður, mikið matargat og finnst endalaust gott að láta kúrast með sig. Hjúkkan var ótrúlega ánægð með hann í dag og það er yndislegt að sjá hvað hann er meira vakandi á milli lúra og vill 'hanga' aðeins með okkur í staðinn fyrir að sofa bara eins og þegar að hann var sem lægstur í blóðsykrinum.. hann var algjört deig greyið og hélst varla vakandi til að drekka ;)
Hann er algjör sjarmör þessi litla elska og við foreldrarnir eru hreinlega í skýjunum með litla Ísak okkar :)
01 febrúar 2009
Bónorð með morgunmatnum :)
Það var einhver sem spurði hér eftir síðustu færslu hvort við hefðum trúlofað okkur á föstudaginn.. Ég var varla búin að vista svarið þar sem ég sagði að við værum sko ekkert í svoleiðis hugleiðingum, þegar Klaus bað mín við morgunverðarborðið í gær!! :) Eftir að hann náði að sannfæra mig um að hann væri ekki að grínast í mér þá sagði ég auðvitað JÁ! :) Ætlum að láta pússa okkur saman á Íslandi í sumar..hann kann að koma manni á óvart þessi elska ;)
Hann hafði reyndar hugsað um að biðja mín þegar við vorum úti að borða kvöldið áður en fannst síðan andrúmsloftið á veitingastaðnum ekki alveg við hæfi. Mjög stutt á milli borða og þó maturinn hafi verið frábær þá fannst okkur aðeins verið að reka á eftir okkur því borðið var bókað aftur á eftir okkur. Sjálf er ég mikið ánægðari með að hann beið með þetta. Við vorum búin að undirbúa ljúffengan morgunverð með brauði frá bakaranum, nýpressuðum djús, góðu kaffi, kertaljósum og plötu á fóninum. Þetta er eitthvað sem við reynum að gera reglulega þegar við eigum fríhelgi þannig að mér fannst þetta eiga sérstaklega vel við og vera yndislega rómantískt :)
Við ætlum að leyfa unganum að fæðast áður en við ákveðum dagsetninguna en hlökkum til að plana lítið huggulegt kreppubrúðkaup, einhvers staðar í sveitinni fyrir norðan með nánustu vinum og ættingjum :)
sd
Það var einhver sem spurði hér eftir síðustu færslu hvort við hefðum trúlofað okkur á föstudaginn.. Ég var varla búin að vista svarið þar sem ég sagði að við værum sko ekkert í svoleiðis hugleiðingum, þegar Klaus bað mín við morgunverðarborðið í gær!! :) Eftir að hann náði að sannfæra mig um að hann væri ekki að grínast í mér þá sagði ég auðvitað JÁ! :) Ætlum að láta pússa okkur saman á Íslandi í sumar..hann kann að koma manni á óvart þessi elska ;)
Hann hafði reyndar hugsað um að biðja mín þegar við vorum úti að borða kvöldið áður en fannst síðan andrúmsloftið á veitingastaðnum ekki alveg við hæfi. Mjög stutt á milli borða og þó maturinn hafi verið frábær þá fannst okkur aðeins verið að reka á eftir okkur því borðið var bókað aftur á eftir okkur. Sjálf er ég mikið ánægðari með að hann beið með þetta. Við vorum búin að undirbúa ljúffengan morgunverð með brauði frá bakaranum, nýpressuðum djús, góðu kaffi, kertaljósum og plötu á fóninum. Þetta er eitthvað sem við reynum að gera reglulega þegar við eigum fríhelgi þannig að mér fannst þetta eiga sérstaklega vel við og vera yndislega rómantískt :)
Við ætlum að leyfa unganum að fæðast áður en við ákveðum dagsetninguna en hlökkum til að plana lítið huggulegt kreppubrúðkaup, einhvers staðar í sveitinni fyrir norðan með nánustu vinum og ættingjum :)
sd
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)