01 febrúar 2009

Bónorð með morgunmatnum :)

Það var einhver sem spurði hér eftir síðustu færslu hvort við hefðum trúlofað okkur á föstudaginn.. Ég var varla búin að vista svarið þar sem ég sagði að við værum sko ekkert í svoleiðis hugleiðingum, þegar Klaus bað mín við morgunverðarborðið í gær!! :) Eftir að hann náði að sannfæra mig um að hann væri ekki að grínast í mér þá sagði ég auðvitað JÁ! :) Ætlum að láta pússa okkur saman á Íslandi í sumar..hann kann að koma manni á óvart þessi elska ;)

Hann hafði reyndar hugsað um að biðja mín þegar við vorum úti að borða kvöldið áður en fannst síðan andrúmsloftið á veitingastaðnum ekki alveg við hæfi. Mjög stutt á milli borða og þó maturinn hafi verið frábær þá fannst okkur aðeins verið að reka á eftir okkur því borðið var bókað aftur á eftir okkur. Sjálf er ég mikið ánægðari með að hann beið með þetta. Við vorum búin að undirbúa ljúffengan morgunverð með brauði frá bakaranum, nýpressuðum djús, góðu kaffi, kertaljósum og plötu á fóninum. Þetta er eitthvað sem við reynum að gera reglulega þegar við eigum fríhelgi þannig að mér fannst þetta eiga sérstaklega vel við og vera yndislega rómantískt :)

Við ætlum að leyfa unganum að fæðast áður en við ákveðum dagsetninguna en hlökkum til að plana lítið huggulegt kreppubrúðkaup, einhvers staðar í sveitinni fyrir norðan með nánustu vinum og ættingjum :)

sd

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohooo en yndislega rómó, ég fékk alveg sting þegar að ég fékk sms-ið frá þér. Innilega til hamingju með þetta allt saman, knús og kossar þín Maj-Britt

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Dóra og Klaus til hamingju með hvort annað. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan hjá ykkur skötuhjúunum. Barn og gifting.

hlakka til að fá fréttir af komu peyjans.

kv. frá Ósi

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra ég vissi það, he he gleymdi bara að skrifa nafnið mitt. Þetta eru náttúrulega bara krúttlegustu fréttir í heimi. Ekki síst sem þetta tryggir það að þu kemur heim í sumar með ungann sem mig hlakkar ekki lítið til að sjá

knús á þig dúllan mín og ykkur þrjú þú biður Klaus að knúsa bumbuna frá mér

Guðný

ps: kreppubrúðkaup getur bara verið skemmtilegt bara fá alla til þess að grípa eitthvað með sér ekki málið

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín, pakkinn fór í gær í flugi með ábyrgð, heimkeyrslu og svo videre. 3-5 dagar þangað til hann kemur samkvæmt því sem póstfólkið tjáði mér.
Ég sit nú hér í vinnunni og skrifa prívat póst en heimatölvan erloksins, loksins komin úr frekar kostnaðarsamri viðgerð og endist vonandi eitthvað. Nú er bara að telja niður, farðu vel með þig, kveðjur, mamma.

Nafnlaus sagði...

Guð, en rómantískt:) Kreppubrúðkaup eru náttúrulega bestu brúðkaupin, ekki spurning!:)
Innilega til hamingju aftur!:* :* :*
Knús og kremjur,
Gígja.

Veinólína sagði...

Til hamingju með litla elsku strákalinginn! Ég vildi óska að ég væri hjá þér!!! :)

Nafnlaus sagði...

En yndislega frábært ...til hamingju frábærar féttir!! :)

Ó

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Dóra og Klaus til hamingju með litla prinsinn, hlakka svo til að sjá myndir:)

kv. Sunna og fjölskylda