Góða helgi!
Jamm, það er semsagt löng helgi framundan hér :) Klaus er í fríi á morgun og við ætlum að hafa það extra huggulegt um helgina. Gæti orðið langt í að við erum bæði í fríi og að við getum gert eitthvað saman bara við tvö ;) Hann er víst með einhver plön fyrir morgundaginn sem ég veit ekkert um. Það er vonlaust að draga nokkuð upp úr honum þannig að ég bíð bara spennt eftir morgundeginum :) Á nú samt ekkert von á neinum lúxusheitum enda ekki fjárhagur á þessu heimili til þess..enda eru huggulegheit mikið betri en lúxus, ekki satt?!! ;)
Annars er þannig séð ekki mikið að frétta. Mallakútur hefur það fínt. Hann er sérstaklega næturhress og gerir allskonar fimleika æfingar þarna inni þegar ég reyni að sofa. Spurning hvort hann verði jafn hress á nóttunni þegar hann er kominn út?? ehemm...
Er búin að fara á nokkra fyrirlestra í skólanum og fá smá stressköst yfir því að ég útskrifist aldrei en svo róast ég jafn óðum og dett í kæruleysisgírinn aftur eins og Íslendingum einum er lagið.. þetta reddast allt saman! ;) Það voru nú margir hissa að sjá 'ástandið' á mér og það vill enginn trúa að ég sé komin 8.5 mánuð á leið. Finnst öllum kúlan svo lítil! Ljósan mín vil nú samt meina að samkvæmt legbotnsmælingum og þreifingum að þá verði þetta nú myndardrengur. Hann er greinilega vel bögglaður saman þarna inni litli pungsinn ;)
Hafið það gott um helgina! Ég er ekki bara spennt yfir langri helgi með honum Klaus mínum, heldur er Maj-Britt líka að fara að skíra lilluna sína sem fæddist á gamlársdag :) Hlakka mikið til að heyra nafnið á skvísunni. Svo er settur dagur hjá Sigrúnu vinkonu á sunnudaginn. Hann Egill hennar kom nú á settum degi á sínum tíma þannig að ég vona bara litla systir verði jafn stundvís :) Semsagt ýmislegt skemmtilegt að gerast um helgina! Ég hugsa til ykkar stelpur!
knús á línuna!
sd
29 janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hm var kannski trúlofun?
ha ha ;) nei vá.. erum sko lítið að pæla í svoleiðis formlegheitum! ;)
En dagurinn var æði! fórum fyrst aðeins út úr bænum á listasafn og borðuðum lunch þar. Eyddum svo hálfum deginum í algjöru dekri í Spa-inu í DGI Byen. Þar röltaði maður á milli misundandi gufubaða, aromatherapi, nuddstóla, hvíldarherbergja með vatnsrúmum og hitaljósum (?) og nartaði í ferska ávexti og sötraði vatn eða hreinsandi te á milli. Svo var farið út að borða á einum uppáhalds staðnum okkar Rasums Oubæk. Frábær dagur og töluvert meiri lúxus en ég átti von á! :)
Já, ég myndi nú kalla þetta algjöran lúxus!;)
Nú styttist aldeilis í pungsann! Hlakka til að fá fréttirnar!:)
Knús,
Gígja.
Skrifa ummæli