24 maí 2006

BESTUR I HEIMI!! :)

jaháts! Klaus er heimsmeistari kaffibarþjóna 2006 :) Þetta er búin að vera viðburðarík vika og allir að rifna úr stolti... Spennandi ár framundan hjá Klaus.. alls konar boð um ferðalög hingað og þangað. Geri mitt besta í að troða mér með. Það er allavega búið að bjóða mér með til Portland, Chicago, og Þýskalands.. Klaus er boðið til Ástralíu í júlí, akkúrat þegar ég er í fríi frá skólanum og við vorum búin að plana að fara í frí..þannig að nú er það mission-ið að komast með í þá ferð!! ;)

Erum uppgefin eins og er.. komum heim um 5 í nótt eftir 14 tíma akstur.. nú þarf að losa bílinn.. :(

lofa að koma með myndir og meira blogg sem fyrst!

Takk fyrir allar óskir um gott gengi og hamingjuóskir!! ;)

K biður að heilsa..

-sd

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ja, aftur innilega til hamingju kaffinördarnir ykkar. Þetta verður spennandi ár hjá ykkur, verður ykkur ekki boðið til Akureyrar líka:)

ástarkv. fra Ósi

Nafnlaus sagði...

Til hamingu Klaus með þennan árangur. Astralía Ísafjörður allt jafn spennandi ekki satt. Ástralía er mitt draumaland þú leyfir mér bara að vera með ykkur í Anda Sigga Dóra. Hlakka til að lesa meira um ferðina ykkar skötuhjúa.Er ekki keppt í parakeppni í kaffi, maður spyr sig

kossa og knúsar úr snjónum á Ísafirði
Guðný

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ vildi bara láta þig vita að ég kíki reglulega hér inn :)... þetta er enginn smá áfangi hjá kallinum ;) til hamingju með þetta. Hafið það gott.
Kv. Gerður Hlín

Nafnlaus sagði...

Ég er líka að rifna úr stolti!
Til hamingju aftur Klaus!
kv. Vigdís. :o)

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU!!!:* :* :*
Einhvern veginn átti ég nú von á þessu:)
Ooooo, hvað þið eruð heppin að fara á alla þessa spennandi staði, sérstaklega ÁSTRALÍU sem hefur alltaf verið draumalandið mitt! Mig langar svo að heimsækja Ramsay Street;D
Frábærar fréttir af ykkur og ótrúlega margt spennandi framundan:)
Knús og kossar og HAMINGJUÓSKIR til heimsmeistarans:*

Maja pæja sagði...

Elsku Sigga Dóra mín, innilega til hamingju (aftur) með Klaus. Þetta er alveg meiriháttar og greinilega mjög spennandi tímar framundan. Nú er framtíðin þín svo björt að maður fær ofbirtu í augun og ef einhver á það skilið þá ert það þú elskan mín. Hlakka til að knúsa þig og ég vona að það verði sem fyrst. Bið að heilsa Klaus og sendi ykkur mínar bestu hamingjuóskir!

Sigrún sagði...

VÁ! Ég held bara að ég hafi aldrei verið svona nálægt því að þekkja heimsmeistara í neinu (segi þetta í ljósi þess að ég hef aldrei hitt Klaus). :-) Innilega til hamingju. Ekkert smá gaman og spennandi tímar framundan. Njótið þeirra í botn.

kær kveðja frá hinni hlið sundsins

Sigga Dóra sagði...

Takk allir!! :) Reyni ad blogga meira um thetta um helgina..

Sigrún - thurfum ad fara ad plana hitting!!

Thid heima - kem heim í 5 daga í lok júní :) Reyni ad splitta døgunum bródurlega milli Rvk og Ak! ;) Brúdkaup í borginni og ættarmót í sveitinni..

hlakka klikkad til!!