07 september 2006

Heil og sæl..

Nú er ég búin að vera í viku í nýja skólanum og líst bara nokkuð vel á þetta. Önninni er skipt í tvær 7 vikna annir þannig að við erum bara í 2 fögum í einu og tökum svo próf í þeim í lok október. Næsta önn tekur svo strax við og próf aftur í desember. Ég held að þetta eigi bara mjög vel við mig þar sem allt lesefnið er á svolítið torskildri (að mínu mati) viðskiptaensku og því ágætt að geta bara einbeitt sér vel að tveimur fögum í einu. En þýðir víst ekkert að slaka á.. Lesefnið hellist yfir mann á hverjum degi og suma kennarana hef ég varla séð brosa ennþá :/ En skólinn er voða flottur.. ehhh.. sérstaklega ef miðað er við Höfðabakkann, þá ágætis skólastofnun. Ég kunni nú samt voða vel við mig þar..

Það markverðasta samt sem hefur gerst síðan síðast er hinsvegar stefnumót mitt við Sigrúnu og Maj-Britt síðastliðinn mánudag. ohh.. það var yndilegt ;) Mæbba var að millilenda í Köben yfir daginn þannig að Sigrún ákvað að skella sér líka yfir sundið frá Lundi. Við skelltum okkur í lunch á dýrasta kaffihúsi Kaupmannahafnar :/ Café Europa.. borðuðum góðan mat, drukkum hvítvín og slúðruðum af kappi hver ofan í aðra ;) Svo var rölt um nálægar götu en aðallega á milli annarra kaffihúsa til að fá sér meira hvítvín.. he he ;) Voða gott að fá vinkonurnar í heimsókn og er barasta endurnærð, nauðsynlegt að eiga svona stelpudag stundum.. sérstaklega þegar allar vinkonur manns búa í öðru landi!!

Annars er Klaus búinn að vera í Nicaragua í tæpa viku núna.. kemur heim á mánudaginn. Hundleiðinlegt að vera svona ein heima.. og hann er ekki einu sinni í gsm-sambandi þannig að engin sms heldur.. :( Mér datt í hug að nota tækifærið og kaupa eitthvað af nýjum húsgögnum á meðan.. hann er nefnilega svo pikkí stundum að það tekur margar vikur að ákveða hvað á að kaupa!!! EN best ég bíði með það... ;)

jæja.. nú er ég hætt í bili.

sd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð góða mubblaðu upp á meðan karlinn er í burtu ) annars bara gaman að allt gengur svona vel hjá þér. hvað á annars að gera þann 8. nóv?

kossar og endalaus knús frá ísafirði

Sigga Dóra sagði...

úff.. 8.nóv. (andvarp!) er ekkert spennt fyrir partýhöldum hér allavega.. Flestir sem ég myndi vilja bjóða eru náttúrulega heima á Íslandi... og ef svo ólíklega vildi til að ég myndi skella mér heim í tilefni dagsins þá er helmingurinn af liðinu fyrir norðan og hinn fyrir sunnan.. svo náttla nokkrir á Ísó!! ;) Þannig að ef þú varst að biðja um einfalt svar Guðný mín þá geturu gleymt því!! ;) Klaus rétt nær að koma sér heim frá S-Afríku í tæka tíð (7. nóv).. kannski fæ ég hann bara til að bjóða mér fínt út að borða.. ;)
Bestu kveðjur til Ísafjarðar.. allt of langt síðan ég hef séð ykkur. Þekkti varla börnin þín á heimasíðu Ósar barnanna! Alltaf jafn falleg samt ;)
kiss kiss,
sd