21 september 2006

Oj bara..

Búin að liggja í rúminu síðan seinnipartinn í gær. Hausinn stútfullur af kvefi og með hósta á við stórreykinga mannaeskju :( Röddin er nú samt komin aftur en í gærkvöldi heyrðist bara eitthvað píp hljóð ef ég reyndi að tala.. Klaus til mikillar skemmtunar ;)
Vona að ég komist í skólann á morgun. Erum nefnilega akkúrat að vinna hópverkefni núna sem á að skila á mánudaginn. Þar að auki er ég með tvær vaktir að kaffihúsinu um helgina... ehemm.. ekki sú vinsælasta í þessari hópavinnu er ég hrædd um...

En næsta vika.. og aðallega helgin verður sko skemmtileg fyrir kaffinörda í Köben. Þá fer fram hið æsispennandi mót The Nordic Barista Cup!! Jeii! Þetta mót hefur áður verið haldið á Íslandi og í Noregi í fyrra og var alveg meiriháttar. Það eru fjórir í liði frá hverju landi og kaffibarþjónarnir vita ekkert hvað þau eiga gera fyrr en þau mæta á staðinn. Þetta mót snýst meira um að hafa gaman og hitta gott fólk og læra eitthvað nýtt heldur en að vinna.. Og aðallega bara enn ein ástæða fyrir þetta ferðasjúka kaffifólk að hittast og vera saman. Hin tvö árin var ég í íslenska liðinu.. núna er ég aðallega klappstýra fyrir bæði Ísland og Danmörku ( Klaus er í danska liðinu) og svo náði ég að díla mig frítt inn sem ljósmyndari.. hehe.. þetta er nefnilega ekkert ókeypis sko..! Útlendingarnir fara að tínast í bæinn á mán-þri og mið ( og maður þarf nú eitthvað að sósíalæsa með þeim).. svo byrjar þetta á fimmtudaginn og endar með dinner á NOMA ( ekkert slor) og 80's partýi á laugardaginn. Vona bara allt bragð og lyktarskyn verði komið í lag aftur.. ;)

jæja.. besta að reyna sinna þessu hópverkefni aðeins.. Allar óskir eða komment um betri líðan, vorkunn eða almennan söknuð eru vel þegnar hér á kommentasíðunni!!

sniff sniff,
sd

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ veika snúllan mín. lá sjálf í síðustu viku og er enn með hor oj oj oj

en vissulega er ég farin að sakna þín gamla mín og hef séð alltof lítið af þér síðustu ár

Guðný

Maja pæja sagði...

Sendi þér massa af batnistraumum :* knús og góða skemmtun á mótinu:)

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Ég skil þetta alveg, ég var heima í tvo daga fyrir hálfum mánuði út af kvefflensu og er búin að vera stórskrýtin af sleni og hausverk síðan. Svo fékk ég sár á nefið af öllum stöðum og það var í blóma í viku en er nú farið. Síðustu þrjá daga hef ég verið eins og með aukaþyngd í hausnum í kinnbeininu og kringum eyrað en gerði ekkert með það, ekki vön að sitja heima í veikindum. Núna var ég að koma af spítalavaktinu því eyrað á mér blés út í morgun, rautt, bólgið og hiti út frá því um allan haus. Læknirinn sem ég lenti á er sennilega á svipuðum aldri og þú spurði hvort ég væri búin að vera svona lengi lét mig fá tvöfaldan pensilínskammt og ég á að innbyrða átta hylki á dag fyrstu dagana. hefur þú vitað annað eins? Hann sagði mér líka að ef maður fengi slæma flensu (á mínum aldri) þyrfti maður að taka því rólega. Ég var nú að fara í berjamó en held að ég kunni ekki við annað en fresta því. Þú skalt sem sé ekki fara of snemma á fætur. Bestu kveðjur til þín og Klaus, mamma.

Nafnlaus sagði...

Æj hvað ég sakna þín sæta,
sjáumst vonandi sem fyrst.
kv Sveina og Katrín stjórnarformaður!

Nafnlaus sagði...

Láttu þér batna hratt...hvernig sem maður fer að því. ;)

Einnig er þér velkomið að kíkja á myspace.com/hordurhalldorsson