24 tímar í sumarfrí!! ;)
..og tæplega það meira að segja og samt finnst mér ég ekki neitt vitrari síðan síðast þrátt fyrir að hafa hangið yfir bókunum. (?) Úti er sannkölluð bongóblíða og það verður yndislegt að komast í lunch með stelpunum úr skólanum á morgun, strax eftir prófið. Ég hjólaði aðeins í gegnum miðbæinn í gær og öll kaffihús og veitingastaðir með borð úti voru troðfull og æðisleg stemmning. Í gær varð ég að láta mér nægja að hjóla bara framhjá en á morgun verð ég akkúrat þarna!! Með eitthvað gott að borða og kalt hvítvín!! ;) Svo ætla ég að fara og kaupa mér sumarkjól í tilefni dagsins :) Um kvöldið er nefnilega smá hittingur og þemað er 'sumarkjólar og opnir skór'...
Svo er elsku Klaus kominn heim :) Og kom meira að segja degi fyrr en ég átti von á. Eitthvað hafði ég ruglast með dagsetningar og hann kom heim gærmorgun eftir velheppnaða ferð til S-Afríku og Kenýa. Æ hvað er gott að hafa hann heima núna - í 3 vikur eða svo því þá stingur hann af til Mexco City. Við ætlum að hafa það ferlega huggó um helgina.. það er spáð bongóblíðu og helst viljum við fara bara í einhvern garð með góðgæti og svalandi drykki og hanga þar og láta sólina sleikja okkur.
Æ hvað lífið er ljúft!
sd
07 júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ekki minnast á hvítvín við mig!! ;) hí hí djók. En skemmtið ykkur vel turtildúfur og njótið sumarblíðunnar. Knús af klakanum.
Já, lífið er sko ljúft:)
Hafið það gott elskurnar! Knús til Klaus!!!
ykkar Vigdís. :o)
Skrifa ummæli