4 dagar í sumarfrí!!
..og ég get ekki beðið! Er alveg komin með gubbuna fyrir þessum lestri og er öll orðin meira og minna skökk og stíf í skrokkinum. Gamla greyið! ;)
Annars er alls ekki neitt að frétta.. bara komin með algjörlega nóg af því að hanga svona með sjálfri mér. Mér finnst ég sko frekar glataður félagsskapur!! Mér verður nú samt meira úr verki af því að læra ein því ég fer bara eitthvað að kjafta ef ég læri of mikið með öðrum. Ætla samt að hitta eina bekkjarsystur mína á morgun svo við getum borið saman bækur okkar. Ó já, eins og þið sjáið, margt spennandi að gerast!!
Var í prófi í morgun.. gekk bara skítsæmilega. Og ég er hætt að svara sms-unum frá Klaus þar sem hann segir frá ævintýrum sínum í Kenýa. Hef sko engan áhuga á safari ferðum, viltum ljónum, fílum eða gíröffum... oj bara. Hverjum er ekki sama??! ;)
pirr pirr pirrr... :(
sd
04 júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vá hvað ég skil þig vel krúttlan mín.
Farðu vel með þig og ekki lesa yfir þig! Lovjú, Vigdís.
Þá er bara að taka upp hina einu sönnu Pollý Önnu. Hugsa um hvað það eru mikil forréttindi að fá að vera í skóla, vera heilbrigð og klár í kollinum
oj þetta hljómar leiðinlega en þetta er alveg að vera búið og það er líka alveg satt að það hafa það margir verra. Sparkaði í afturendann á þér gamla mín og kláraðu þetta með Öngulsstaðastæl.
Baráttur og saknaðarkveðjur frá frænku þinni sem situr og er að reyna að vinna en sér sólina út um gluggann og langar út að leika.
kossar knús og kreistur
hahahahhah, ohoo hvað ég skil þig. Ég er einmitt að vinna verkefni núna og fæ bara sms frá Katrínu sem er stödd í Tailandi í þvílíku ævintýraferðinni! og nei nei ég er ekkert abbó hehe ;)
Skrifa ummæli