25 júní 2007

Húsnæðismálin að reddast :)



já loksins er eitthvað að gerast.. Við höfum ákveðið að festa kaup á "andelsbolig" hér á Amager, rétt hjá þar sem við erum núna :) Ég er ferlega ánægð með þessa ákvörðun og hlakka mikið til að koma mér almennilega fyrir.

Andelsbolig þýðir að þá er maður í raun að kaupa hlut í sameignarfélagi um heilt fjölbýlishús eða bara nokkra stigaganga, þau eru mjög misstór. Þá er íbúðaverðið töluvert lægra en venjulegt fasteignaverð og einnig er greitt mánaðargjald sem fer í alls konar viðhald, tryggingar og fasteignaskatt. Það getur verið mjög erfitt bara að fá að skoða svona íbúðir því yfirleitt eru biðlistar eftir þeim og ef þær eru auglýstar hafa miljón manns samband og bjóða jafnvel seljandanum peninga undir borðið til þess að fá íbúðina. En við vorum fyrst til að koma og skoða íbúðina og vissum um leið og við gengum inn að þarna gætum við sko alveg búið og málið var afgreitt!

Þetta er mjög dæmigerð 2ja herb. dönsk íbúð, með fallegu trégólfi og baðherbergi sem er 1,5 fm2! Það er nú samt pláss fyrir sturtuhengi þannig að maður er ekki í sturtu yfir bæði vaskinum og klósettinu. Hún er ekki nema 57 fm2 en vel skipulögð og björt. Nýtt eldhús (2ja ára) með innbyggðum ískáp/frysti, gaseldavél og uppþvottavél... og nóg pláss fyrir espressóvélina!! ;) Bara fínustu byrjendakaup og dugar okkur sko alveg í nokkur ár!!
Til þess að byrja með ætlum við bara að mála. Svo verður kannski freistandi að opna betur hurðirnar inní eldhúsið og stofuna (svipað eins og ég gerði á Ránargötunni) og gera eitthvað við blessaða baðherbergið..en það er alls ekki nauðsynlegt strax.

Við fáum afhent 1.sept sem hentar mjög vel.. við erum alltof upptekin af ferðalögum í sumar til að standa í þessu fyrr.. og Mie er mjög ánægð með að við flytjum ekkert frá henni fyrr en Rasmus er komin heim.

Þetta verður nú alveg drullustrembið.. aldrei auðvelt að borga af íbúð á námslánum! Þannig að ætli ég reyni nú ekki að finna mér einhverja aukavinnu með skólanum og minnki nú aðeins öll þessi ferðalög.. maður getur víst ekki allt!

Það er því ágætt að ég nái að heimsækja þrjár heimsálfur áður en frelsinu lýkur ;) Suður Afríka var nefnilega að bætast við ferðalagalista sumarsins!! Klaus var ráðinn í meiri vinnu þar og vinnuveitandinn bauð mér með. Ég næ því að ferðast til S-Afríku, Japan og Mexíkó (og auðvitað Íslands) á næstu þremur mánuðum.. Svo tekur raunveruleikinn við og kapphlaupið við að borga reikningana sína!! ;)

ta ta..

sd

p.s. síminn minn en dauður..gæti þurft að fá mér nýtt númer, læt ykkur vita.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá vá vá!!! Innilega til hamingju!:) Hljómar mjög vel:)
Já, maður þarf víst stundum að láta aðeins á móti sér til að geta komið sér upp þaki yfir höfuðið ... en ég vorkenni þér nú ekkert sérstaklega mikið þegar þú ert búin að ferðast til allra þessara spennandi landa!!!;)

Maja pæja sagði...

ohhh en geggjað, til hamingju með nýju íbúðina. Hljómar ekkert smá vel. Hlakka til að koma í heimsókn! Æðislegt að fara til S-Afríku.. öfunda þig ekkert smá af þessum ferðalögum, þú veist að þetta er það skemmtilegasta í heimi! :)

Nafnlaus sagði...

Jibbíkóla!!!!!!! TIl hamingju elskan mín.
Kem pottþétt í heimsókn!
Hafið það gott og njótið þess að ferðast. :O)
p.s. nýtt netfang. vigdisga@gmail.com
knús, Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Vá en spennandi....til hamingju!!!

YAY

ólöf

Nafnlaus sagði...

hæ hæ var að bóka mér ferð til köben 5 - 10 ágúst :)

verðum reyndar búsett einhvers staðar fyrir utan borgina hjá bróður Kalla en nokkuð ljóst að Strikið verður straujað á daginn.

verður þú ekki í Köben þessa daga eða verður þú víðs fjarri

Guðný

Nafnlaus sagði...

Hæ allar.. og takk fyrir hamingjuóskirnar! Já maður er búinn að vera ótrúlega heppinn með öll þessi ferðalög og ég er sko alveg sátt við að þurfa að slaka aðeins á þeim ef ég fæ varanlegt heimili í staðinn!! :)

Guðný - Ég vona að ég verði komin heim frá Japan til að ná í rassgatið á þér á strikinu! ;) Japanarnir réðu okkur í smá vinnu eftir mótið og lengdu því aðeins ferðina okkar. Held að við komum heim 8.ágúst.. svo er upptökupróf 13.ág.. ehemm.. En ég læt þig vita um leið og ég veit nákvæma dagsetningu, verðum að hittast!!

knús til ykkar allra!