29 júní 2007


Smá blaður..


Aðalplönin mín fyrir sumarið (fyrir utan ferðalögin) voru að njóta sumarblíðunnar og liggja í sólbaði, finna íbúð og æfa mig í dönsku. Ég er búin að finna íbúðina..hér hefur rignt nánast non-stop í tvær vikur og ég er ein í kotinu og flestir sem ég þekki í sumarfríium eða á kafi í vinnu.

Undanfarna daga er ég búin að afreka að hanga inni og horfa á a.m.k. 50 þætti af Grey's Anatomy á TV Links, er inni í öllu slúðrinu sem birtist á People.com og augnbrúnirnar mínar hafa aldrei verið jafn vel plokkaðar.

Og ég er að skrifa CV svo ég geti sótt um vinnu með skólanum.. Ég verð 31 árs á þessu ári og ég hef aldrei áður skrifað CV vegna atvinnuumsóknar... eða bara þurft að skrifa formlega umsókn vegna vinnu! Pælið í því!! Á Íslandi hef ég alltaf fengið vinnu í gegnum fólk sem ég þekki eða kannast við.. maður hringir bara eða mælir sér mót við einhvern og spjallar aðeins.. Dísess kræst hvað ég er spillt! Hérna er ég bara enn einn útlendingurinn í atvinnuleit sem talar lélega dönsku!

Þetta er nú hálf vandræðalegt ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er líka búin að afreka að horfa á þrjár seríur af Grey´s anatomy í sumarfríinu mínu!!!;D Ég hef varla verið viðræðuhæf í dag fyrir syfju því ég er búin að vaka langt fram eftir nóttu margar nætur í röð! Nú er ég alveg ómöguleg yfir að sjá ekki dr. Shepherd meira í bili:(

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín, já það eru viðbrigði að hafa ekki sambönd.Má ég spyrja hvar getur þú komið vinnu inn í prógrammið?
Ertu enn símalaus.Hér er búið að vera gott veður í heila fjóra daga en nú er spáð kólnandi og rigningu. Það veitir nú sennilega ekki af rigningu en mér finnst rigning ekki alveg við hæfi þriðja daginn minn í sumarfríi.
Hér eru allir hressir,gott að þú ert búin að þak yfir höfuðið,til hamingju með það, mamma.