28 maí 2008

Nú er ég hætt..

..að lesa! Próf kl.9 í fyrramálið í alþjóðlegri viðskiptalögfræði. Get ekki beðið eftir að þetta sé búið :) Samt búið að ganga alveg allt í lagi. Tók þá ákvörðun að reyna ekki einu sinni að læra heima - það hefði bara endað í einhverjum óþarfa hreingerningaræði...reyndar held ég að 'óþarfa' sé kannski ekki rétta orðið eins og staðan er núna.. ehmm ;) Svo skildi ég líka tölvuna eftir heima - það hjálpaði heilmikið. Er held ég bara búin að taka viðskiptalögfræðina í sátt, ýmislegt áhugavert þarna inn á milli. Reyndar skiptir stundum engu máli hvað ég er búin að læra mikið, oft tæmist hausinn hreinlega um leið og prófdómarinn gefur okkur merki um að byrja - og það kviknar ekki á aftur fyrr en stuttu eftir að prófi er lokið..dæs..

En þessa dagana sér maður uppdressaða nemendur út um allt í skólanum, á leiðinni eða nýbúnir að verja útskriftarverkefnin sín.. stundum bíða nokkrir fjölskyldu meðlimir fyrir utan stofuna með kampavín og blóm. Trúi varla að ég verði loksins í þessum sporum eftir ár!! Mikið ofboðslega verð ég ánægð þegar þetta er búið!! Það var nú auðvitað planið að fara beint í master eftir þetta.. svei mér þá ég veit það ekki lengur, er þvílíkt að klepra á þessu núna - ákveð það bara þegar að því kemur, eitt skref í einu.

ta ta,
sd

5 ummæli:

Maja pæja sagði...

já sammála, ekkert vera að hugsa of langt fram í tímann. Hugsaðu bara að það sé aðeins ár í útskrift og svo tekurðu bara púlsinn á þessu öllu saman þá. Djöfull er ég stolt af þér, útskrifast úr besta viðskiptaskóla í Evrópu!! Knús og kossar til þín elsku vinkona

Nafnlaus sagði...

Takk Maj Britt mín! :) En síðast þegar ég vissi var hann bara númer 25 eða eitthvað álíka.. samt ágætis skóli - og þú mátt alveg halda áfram að vera stolt af mér!!! ;)

knús,
sd

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Til hamingju með að vera búin með síðasta prófið í bili.
Ég er á lokasprettinum í mínum skólamálum nemendur fjúka út 3. júní, kennarar og annað starfsfólk næstu 10 daga á eftir.
Síðustu daga í júní ér ég svo komin í frí.
Unnur er tæplega hálfnuð í prófum og gengur vel finnst henni. Hún virðist ekki hafa erft fullkomnunaráráttu ýmissa fjölskyldumeðlima úr föðurætt sinni er ekkert að stressa sig yfir þessu. Ég er komin á fullt í fíflaútrýmingu í garðinum og fyrsta slætti er lokið.Ég er búin að sitja tvisvar úti á palli í sólbaði.
Sem sagt sumarið er komið í Hvannavelli.
Bestu kveðjur til þín og Klaus, mamma.

Nafnlaus sagði...

ok nr. 1 í V-Evrópu ;)eða einhver könnun sem að var birt hér sagði það :) en jú ég væri stolt af þér no matter what! ps. sendu mér sms, ég týndi öllum símanr.

Veinólína sagði...

Sakna þín!!! :(

Hafðu það gott í dag elsku Sigga Dóra mín, það styttist sem betur fer í að við sjáumst í Köben! :)

Knús, þín Vigdís.