11 maí 2008

Stór dagur í dag :)
Kristrún Hrafnsdóttir og Guðný Ósk Karlsdóttir systkinadætur mínar munu báðar fermast í dag í Munkaþverákirju í Eyjafjarðarsveit. Innilegar hamingjuóskir til þeirra í tilefni dagsins! Við vonum að dagurinn verði nákvæmlega eins og þið óskið ykkur og gott betur það.

Ef bara Iceland Express væri byrjað með beina flugið til Akureyrar þá hefði ég sko splæst á mig helgarferð.. en nei nei.. það byrjar 15.maí :( ekkert smá svekkt yfir þessu. En maður fær víst ekki allt sem maður vill.

Annars er frekar lítið að frétta eins og bloggletin gefur að kynna. Ég hefði nú getað bloggað veðurfréttir alla vikuna en ákvað að kvelja ykkur ekki með því! Það eina sem ég segi ykkur er að lestrarplan helgarinnas er algjörlega farið til fjandans sökum blíðunnar og sólarvörnin er borin á í þykkum lögum annars væri ég löngu brunnin til ösku...

;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohoo hvað ég öfunda þig af sólinni sæta ....

Nafnlaus sagði...

Uppgötvaði allt í einu að ég hef bara alveg gleymt blogginu þínu undanfarið!!! Hef farið á mis við fullt af veðurfréttum!;) Njóttu danska sumarsins, það fer nú aldrei mikið fyrir því (sumrinu) hérna, þetta er alltaf bara eitthvað svona hálfkák!
Við hættum við fyrirhugaða Köben-ferð og ákváðum að panta ferð til Tenerife í staðinn!:) Hlökkum ekkert lítið til, enda fyrsta fríið sem við þrjú förum í saman!
Annars bara knús og kossar,
Gígja.

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín.
Það er munur á blíðunni hjá þér og okkur. Mikið er ég fegin að hafa fengið smá vor hjá þér um daginn. Vorveðrið hér slær nú flest vor undanfarinna ára út. Að vísu koma yndislegir dagar inn á milli og þá er norðan eitthvað slydda og vesen inn á næst á dagskrá.
Fermingin gekk vel, veislurnar góðar og fermingarstúlkurnar náttúrlega eins og englar. Mér fannst skrýtið að hafa þig ekki með okkur en það er svona þegar börnin setjast að í útlöndum.
Við kynntumst dóttur Árnýjar, hún virtist alveg vera að fíla okkur gamla settið og pabbi þinn mátti alveg passa hana eftir eins dags kynni. Nekó var pínu hissa fyrst en féll svo alveg fyrir henni.
Höddi og Árný voru að útskrifast úr náminu á föstudaginn og héldu upp á það með að ganga á Hvannadalshnjúk í dag. Þau eru sem sagt kominn niður ég beið með að skrifa þangað til það var á hreinu. Ekki segja mammmmmma.Bestu kveðjur til Klaus, mamma.