29 apríl 2008

Það eru tvær yndislegar dömur búnar að eiga afmæli núna í apríl og ég svoddan lúði og hef ekkert bloggað um það.

Vigdís yfir-tónlistarstrumpur (veit ekki af hverju mér datt strumparnir í hug!!?) á Sólheimum átti afmæli 14.apríl. Þessa dagana er hún ásamt fríðum flokki listamanna að sýna Dýrin í Hálsaskógi. Það eru ennþá þrjár sýningar eftir ef þið hafið áhuga. Ég hef því miður aldrei komið til Sólheima en mér heyrist á Vigdísi að þetta sé algjör paradís og því ekki vitlaust að skreppa í bíltúr - Dýrin í Hálsaskógi er náttúrulega bara klassík!!

Svo átti hún Elín systir mín afmæli 23.apríl. Mér skilst að hún stækki ört þessa dagana enda á hún von á sínu þriðja barni í byrjun ágúst :) Ég hlakka því sérstaklega mikið til að koma heim í lok sumar og knúsast aðeins í krílinu...

---

Það var voða gott að fá pabba og mömmu í heimsókn.. þá gerir maður ýmislegt sem gleymist oft þegar maður býr hérna. Eins og að fá sér bjór með hádegismatnum í Nýhöfn og sitja þar í sólinni og hlusta á götutónlist.. skreppa til Malmö - ódýrara að versla he he.. og fá almennilegt að éta sjö kvöld í röð - og gott að drekka með'ðí!! ;) Annars voru þau gömlu frekar sjálfráða á meðan þau voru hérna enda þurftum við Klaus svolítið að sinna vinnu og skóla. Þau voru mjög heppinn með veður og pabbi var orðinn vel (rauð)brúnn í framan enda duglegur í göngutúrunum á morgnannna - ég held að hann þekki Amager betur en ég eftir þessa ferð!

Þau komu færandi hendi eins og vanalega. Frystirinn er fullur af dýrindis lambakjöti og nóg af osti, reyktum laxi og harðfiski í ískápnum. Ég varð feginn að fá ekkert kúlúsúkk enda nýbúin að klára birgðirnar frá Krumma. Svo beið mín pakki þegar ég kom heim sama dag og þau fóru: kíló af kúlusúkki takk fyrir!!! það kláraðist í gærkvöldi - ehmm..


Það er búin að vera þvílík sumarblíða síðustu daga. Lofthitinn orðinn miklu meiri og fór alveg uppí 18 stig í dag. Flestöll tré byrjuð að laufgast og alls konar yndislegheit. Á leiðinni heim í dag hugsaði ég með mér að berar táslur og opnir skór væri sko bara málið á morgun! En nei nei.. það er spáð rigningu á morgun!

Eru ekki annars alltaf veðurfréttir í lok fréttatíma? ;)

Jæja.. nú ætla ég að poppa í kvöldmatinn! Klaus er nefnilega ekki heima og Private Practise byrjar eftir 10 mín.. ;)

knús,
sd

2 ummæli:

Veinólína sagði...

Thíhí! :)
Gaman að fá svona auglýsingu á Dýrunum í Hálsaskógi, takk elskan fyrir afmæliskveðjuna!

Annars er yndislegt að heyra svona veðurlýsingar frá Köben, get ekki beðið þangað til í lok júlí, við verðum líka að fá okkur bjór með hádegismatnum! ;)

Hafðu það gott í dag elsku dúllan mín og knúsaðu kallinn frá mér.
Þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

ég er líka að horfa á það

he he fyndið

knús Guðný