04 apríl 2008

úff..léttir og vonbrigði.

Prófin búin enn eina ferðina.. mikill léttir í gangi en þvílík vonbrigði með hvernig gekk. Seinna prófið var ömurlega erfitt - náði ekki einu sinni að klára það :( Ég var svo að vona að ég gæti bara gengið þarna út og verið þokkalega örugg með mig, sérstaklega því hitt prófið gekk ekki svo vel heldur, en nei nei.. svo lá ég andvaka hálfa næstu nótt þegar rifjaðist allt í einu upp fyrir mér öll steypan sem ég skrifaði á þessar vesælu prófarkir - í fjórriti! Gæti nú notað heila bloggfærslu í að pirra mig yfir því! ;) En allavega.. ekkert við þessu að gera svosem..gott að pústa út aðeins yfir ykkur - ekki nennir Klaus að hlusta á þetta röfl í mér.

Klaus er búinn að vera á kafi í vinnu síðan hann kom heim en ótrúlegt en satt þá er fríhelgi framundan hjá honum og enginn próflestur hjá mér ;) Við vitum varla hvað við eigum af okkur að gera. Það er búinn að vera yndislegur vorfílingur hér undanfarna viku. Frá því að klukkunni var breytt á sunnudaginn þá hreinlega breyttist lyktin úti og allt varð hlýrra og grænna - eða kannski aðallega í hausnum á mér - og nú er bjart til kl átta á kvöldin. oh, ég held hreinlega að vorið sé komið :) Vona allavega að það verði svona gott um helgina.

En jæja.. skólabækurnar bíða samt núna. Nýr kúrs þegar hafinn - viðskiptalögfræði. Ég svitna bara við að sjá þykktina á bókinni og hvað letrið er smátt. Maj-Britt viðskiptalögfræðingur hlær eflaust af mér núna! ;)

Góða helgi.
sd

5 ummæli:

Maja pæja sagði...

múhahhahahhaha (þetta á að vera svona evil hlátur)... hehe.. huggaðu þig bara við hvað viðskiptalögfræði er ógisslega skemmtileg ;) og til hamingju að vera búin með prófin, vonandi gekk þetta hjá þér. (hef nú enga trú á öðru sko)

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín ég man aldrei eftir að þér hafi fundist þér ganga vel á prófi, hehe , en síðan koma einkannirnnar og eru yfirleitt ekki í samræmi við það sem þú hélst. Ég neita að trúa öðru en svoleiðis sé það líka núna.

Alla vega njóttu þess að vera í frír í vorinu

knús yfir hafið
Guðný

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín ég man aldrei eftir að þér hafi fundist þér ganga vel á prófi, hehe , en síðan koma einkannirnnar og eru yfirleitt ekki í samræmi við það sem þú hélst. Ég neita að trúa öðru en svoleiðis sé það líka núna.

Alla vega njóttu þess að vera í frír í vorinu

knús yfir hafið
Guðný

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín.
Prófið hefur nú vonandi gengið svona sæmilega á venjulegan mælikvarða þú átt það nú til að gera ansi miklar kröfur ef ég man rétt, annars skil ég þetta alveg, óþolandi að fara úr prófi eða skila verkefni sem maður er ekki alveg ánægur með.
Við vorum að koma af jarðarför Hrefnu ömmusystur þinnar í Munkaþverárkirkju. Sem betur fer var verið að kveðja konu sem var búin að gera það hún ætlaði og var tilbúin til fararinnar þannig að þetta var þægileg og góð athöfn , maður gat setið óstressaður og rifjað upp góðar minningar um hana. Alli og Hilke voru á Öngulsstöðum, hann var að spyrja eftir ykkur Hödda og ég lét náttúrlega vel af ykkur. Hrefna fékk gott jarðarfararveður, sól og logn í kirkjugarðinum og sveitin ótrúlega falleg.
Ég er núna fyrst að fara að hlakka til að komast í frí finna smá varma í lofti í Köben, vonandi verða einhverjir laukar farnir að koma upp maður er kominn í fráhvarf vegna blóma- og gróðurleysis hér á túndrunni.
Kveðjur til ykkar Klaus, mamma.

Veinólína sagði...

Elskan mín! Mikið vona ég að þér líði vel í dag og sért að gera eitthvað skemmtilegt svona á sunnudegi. Hér er svo fallegt gluggaveður og mjög gott útiveður ef maður klæðir sig mjög mjög vel..... sól og heiðskýrt en skítkalt! :)

Knús til Klaus, þín Vigdís.